11:31
{mosimage}
FIBA World hefur hafið framleiðslu á þætti um körfubolta. Þátturinn, sem kallast FIBA World Basketball, er sýndur í sjónvarpi víðs vegar um heiminn en einnig er hægt að horfa á hann á netinu.
Þátturinn, sem kemur út vikulega, er sýndur í meira en 125 löndum og fjallar um það helsta sem að er að gerast í körfubolta víðs vegar um heiminn
Í gær var þátturinn settur á netið í fyrsta sinn og mun nýr þáttur koma á FIBA síðuna á hverjum mánudegi.
Í þætti vikunnar er meðal annars fjallað um NBA deildina, ítölsku deildina og körfubolta á Nýja Sjálandi. Einnig er sviðsljósinu beint að leikmönnunum Marco Bellinelli og Leandro Barbosa.



