spot_img
HomeFréttirUtah komnir áfram: Bulls minnka muninn

Utah komnir áfram: Bulls minnka muninn

09:34

{mosimage}

 

 

(Fisher kátur í leikslok) 

 

 

Utah Jazz tryggðu sér í nótt sæti í úrslitum Vesturstrandar í NBA deildinni eftir 4-1 sigur á Golden State Warriors. Lokatölur leiksins voru 100-87 Jazz í vil sem reyndust sterkari í síðari hálfleik í nótt eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Chicago Bulls minnkuðu muninn í 3-2 gegn Detroit Pistons í undanúrslitum á Austurströndinni eftir 108-92 sigur gegn Pistons.

 

Með sigrinum í nótt eru Utah Jazz komnir í úrslit Vesturstrandarinnar í fyrsta sinn síðan 1998 og varð allt vitlaust í EnergySolutions Arena í Salt Lake City í nótt þegar lokaflautan gall. Gamli slagarinn með Tinu Turner, Simply the Best, glumdi í hátalarakerfi hússins en titill lagsins er kannski full djúpur í árinni tekinn í sambandi við Jazz liðið. Þeir voru þó mun betri en Golden State.

Andrei Kirlenko og Cralos Boozer voru atkvæðamestir í liði Jazz í nótt, báðir með 21 stig. Kirilenko tók auk þess 15 fráköst og Boozer 14. Hjá Warriors var Baron Davis með 21 stig og 8 stoðsendingar en hann hefur verið helsta driffjöður Warriors í úrslitakeppninni þrátt fyrir að leika nokkuð meiddur. Warriors geta sáttir við unað enda langt síðan liðið hefur verið jafn frambærilegt. Warriors eru komnir í sumarfrí en Jazz mæta annað hvort Phoenix Suns eða San Antonio Spurs í úrslitum Vesturstrandarinnar, staðan þar er 2-2 eins og sakir standa.

 

Detroit Pistons gátu tryggt sér sæti í úrslitum Austurstrandarinnar á heimavelli í nótt en það voru liðsmenn Bulls sem þvertóku fyrir að fara í sumarfrí. Bulls höfðu góðan 92-108 sigur á Pistons og var það öflugur þriðji leikhluti Bulls sem kom þeim á bragðið. Í þriðja leikhluta gerðu Bulls 33 stig gegn 20 frá Pistons og eftir það varð ekki aftur snúið.

Ben Gordon var heitur í nótt og gerði 28 stig og var með fína skotnýtingu. Gordon hitti úr 5 af 6 þriggja stiga tilraunum sínum og öllum þremur vítunum og þá hitti hann úr 5 af 10 teigskotum sínum. Hjá Pistons var Chaunsey Billups með 17 stig og 6 stoðendingar og Rip Hamilton gerði 16 stig og gaf 5 stoðsendingar.

 

{mosimage}

 

(Tekst Skiles hið ómögulega með Bulls liðið? Bulls lentu 3-0 undir en geta jafnað seríuna með sigri í næsta leik)

 

Myndir: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -