spot_img
HomeFréttirNM: ?Eldfjallaeyjustrákarnir"

NM: ?Eldfjallaeyjustrákarnir”

9:32

{mosimage}

Það er gaman að fylgjast með körfuboltasíðum í hinum Norðurlandaþjóðunum nú þegar NM stendur sem hæst. Á dönsku síðunni www.danskbasket.dk sem er ekki ósvipuð síða og karfan.is er skrifað um alla leiki og m.a. er einn af þjálfurum U18 ára liðs Dana sem skrifar fréttir. Í gær skrifaði hann frétt um að Danir hafi unnið sinn leik og seinna sama dag þurftu Íslendingar að sigra Finna til að Danir væru öryggir í úrslit. Lýsingin á leik Íslands og Finnlands er stórskemmtileg og karfan.is hefur þýtt hluta hennar.

 

Íslendingar komu brjálaðir til leiks og komust snemma yfir. Finnland kom þó til baka og þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum voru Finnarnir yfir með 10 stigum. En, en, en … ef maður hefur búið allt sitt líf á auðri eldfjallaeyju í miðju Atlantshafinu þá er maður ekki búinn til úr nýmjólk og brauði.”

 

Seinna í greininni segir svo þjálfarinn að hann ætli að leggjast til hvílu og hugsa um andstæðinga úrslitaleiksins, Svía.

 

Við á karfan.is viljum þó benda honum á að ekkert er öruggt. Ef Íslendingar sigra Svía í dag þá verða andstæðingarnir á sunnudag „eldfjalleyjudrengirnir”. En hann má alveg liggja og hugsa um Svía okkar vegna.

  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -