spot_img
HomeFréttirNBA: Moore vill festa rætur

NBA: Moore vill festa rætur

06:00

{mosimage}
(Mikki Moore átti frábært tímabil)

Mikke Moore, miðherji New Jersey Nets, segist vera orðnir þreyttur á flakki og vill fara að festa rætur. Honum líkar lífið vel í New Jersey og vill vera áfram hjá liðinu eins lengi og þeir vilja hafa hann. Hann hefur leikið með 7 liðum síðustu 6 árin.

,,Mig langar að vera hér. Eins lengi og þeir vilja hafa mig, verð ég hér,” sagði Moore. ,,Ég ætla mér ekki að klúðra góðu tækifæri. Ef allt liðið verður næsta tímabil, verðum við eitt af bestu liðunum,” sagði Moore og bætti við. ,,Þeir verða að taka ákvörðun, en ég vil vera hérna áfram.”

Moore var aldrei valinn af NBA-liði og lék um tíma í CBA-deildinni. Hann gerði samning við Minnesota árið 1997 og var látinn fara eftir skamman tíma. Aftur gerði hann samning við Minnesota tveimur árum seinna, og lék í millitíðinni í CBA, en var látinn fara eftir nokkrar vikur. Hann náði ekki að leika fyrir Minnesota.

Detroit fékk hann til sín eftir að hann yfirgaf Minnesota í seinna skiptið og var hjá þeim um skamman tíma í janúar 1999. Haustið 1999 gerði hann aftur samning við Detroit og nú lék hann með liðinu í þrjú tímabil áður en þeir létu hann fara árið 2002. Hann fór svo til San Antonio sem létu hann fara án þess að spila. Svo gerði hann stutta samninga við Boston og Atlanta tímabilið 2002-03. Tímabilið eftir lék hann um tíma með New Jersey og kláraði tímabilið með Utah.

Hann gekk til liðs við L.A. Clippers og spilaði allt 2004-05 tímabilið með þeim. Fór svo til Seattle og kláraði á ný heilt tímabil. Þeir skiptu honum til New Jersey þar sem hann hreinlega sprakk út og átti frábært tímabil. Skoraði 9.8 stig í vetur og byrjaði inná í 55 af þeim 78 leikjum sem hann spilaði. Í úrslitakeppninni gerði hann betur og skoraði 11.3 stig í henni.

Mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -