spot_img
HomeFréttirStjarnan fær meiri liðsstyrk

Stjarnan fær meiri liðsstyrk

23:01

{mosimage}

Stjörnumenn halda áfram að styrkja sig fyrir næsta vetur og ljóst að þeir ætla sér ekki að vera í botnbaráttunni. Í dag skrifuðu þeir Fannar Helgason og Sævar Haraldsson undir samning við liðið og eins og karfan.is greindi frá fyrir skömmu mun Dimitar Karadzovski einnig leika með liðinu.

  Fannar, sem hefur leikið með ÍR undanfarin ár, er í 20 manna æfingahópi landsliðsins fyrir Smáþjóðaleikana en Sævar hefur einnig verið viðloðandi landsliðið og var m.a. með því á Smáþjóðaleikunum í Andorra fyrir 2 árum. 

Fannar er 23 ára og lék sinn fyrsta leik í Úrvalsdeild veturinn 1999-00 með Akurnesingum en hóf að leika með ÍR haustið 2002 og hefur leikið alls 115 leiki í Úrvalsdeild og skorað 6,2 stig að meðaltali.

{mosimage}  

Sævar er jafngamall Fannari og lék sinn fyrsta leik í Úrvalsdeild veturinn 2000-01 með Haukum sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Hann hefur leikið 129 leiki og skorað 9,3 stig. Þá var hann kosinn besti ungi leikmaðurinn í deildinni 2003 og 2004.

[email protected]

Mynd af Fannari: karfan.is

Mynd af Sævari: Gunnar Freyr Steinsson

Fréttir
- Auglýsing -