22:39
{mosimage}
Samkvæmt heimasíðu KR hefur Jovan Zdravevski gengið til liðs við KR. Jovan hefur verið einn sterkasti leikmaður deildarinnar undanfarin ár og því ótvírætt hve mikill styrkur þetta er til KR-inga. Hann fer af landi brott á morgun og kemur aftur í byrjun ágúst.
Á heimasíðu KR segir Jovan að ,,Ég var mjög hrifinn af metnaðinum sem var í kringum liðið og hvernig klúbbnum er stjórnað. Ég varð enn sannfærðari um ágæti þeirra manna sem þarna eru við stjórnvölinn eftir að hafa rætt við þá. Liðið er nú þegar með mjög góða íslenska leikmenn og ég tel mig passa vel í þennanhóp. Einnig spilar inn í að ég vil taka þátt í Evrópukeppninni með liðinu og gera allt sem ég get til að verja titilinn á næsta tímabili.”
heimild: kr.is/karfa



