spot_img
HomeFréttirHalldór Örn Halldórsson til Breiðabliks

Halldór Örn Halldórsson til Breiðabliks

18:28

{mosimage}

Halldór Örn og Einar Árni handsala samninginn 

 

Breiðablik eru á fullu að ganga frá leikmannahóp sínum fyrir næsta vetur. Í dag sömdu þeir við Halldór Örn Halldórsson sem leikið hefur með Keflavík undanfarin ár. Halldór er 23 ára gamall og hefur leikið 98 leiki í Úrvalsdeild með Keflavík síðan haustið 2001 og skoraði 3,3 stig. Hann varð Íslandsmeistari 2004 og 05 með þeim. Þá hefur Halldór leikið einn A landsleik, 4 U20 leiki og 4 unglingalandsleiki.

 

Karfan.is náði tali af Einari Árna Jóhannssyni þjálfara liðsins og spurði hvert yrði hlutverk Halldórs í liðinu.

 Halldór Örn er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem að ég tel að muni reynast okkur gríðarlega vel. Hann er mjög fjölhæfur og hefur töluverða reynslu þannig að hlutverk hans verður töluvert. Okkur hefur vantað hæð og hann á eftir að gefa okkur flotta vídd með fjölhæfni sinni. 

Nú hefur hann unnið marga titla með Keflavík, á að nýta þá reynslu í að fara upp?

 Já, Halldór hefur unnið marga titla með Keflavík og það er ekki spurning að það er kostur að hann kann og þekkir það að vinna. Við ætlum okkur stóra hluti og höfum sett stefnuna á Iceland Express deildina og Halldór er virkilega góð viðbót við þann kjarna sem fyrir er í Breiðablik. 

Er von á meiri liðsauka til Breiðabliks?

Já, við eigum eftir að bæta við hópinn og stefnum að því að þau mál verði klár á næstu vikum. Við eigum td einn öflugan Blika sem hefur verið í útlegð og viljum fá hann heim, en þessi mál skýrast vonandi á næstunni. 

 

Er búið að semja við alla leikmenn sem voru í vetur eða eru einhverjir að fara?

Það eru velflestir leikmenn klárir í slaginn og við vonumst til þess að lausir endar verði kláraðir á allra næstu dögum. 

Þá sagði Halldór sjálfur að hann hafi langað að breyta til og litist vel á Breiðablik sem eru með hörkumannskap og góðan þjálfara. Hann segist munu keyra á milli í vetur en í Blikum hittir hann fyrir gamlan kunningja úr Keflavík, Sævar Sævarsson. Hann reiknar með að leysa fleiri en eitt hlutverk í Breiðabliksliðinu, bæði sem lítill og stór framherji.

 

[email protected]

Mynd: Jón Björn Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -