23:16
{mosimage}
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Lottomatica Roma gerðu sér lítið fyrir og sigruðu efsta liðið úr deildarkeppninni Montepaschi Siena 74-88 á útivelli, staðan í hálfleik var 41-48 gestunum í vil. Jón Arnór lék vel í 23 mínútur en náði ekki að skora.
Frábær sigur á erfiðum útivelli gegn Montepaschi Siena sem enduðu tímabilið efstir. Lottomatica Roma enduðu í fjórða sætinu og hafa með sigrinum í kvöld fært heimaleikjaréttinn nokkurn veginn yfir á sinn heimavöll, nú þurfa þeir að sigra sína heimaleiki til að komast í úrslitarimmuna.
Leikmenn Roma mættu greinilega gríðarlega vel einbeittir og voru þeir drifnir áfram að hinum geysimagnaða Dejan Bodiroga sem skoraði 20 stig í leiknum. Einnig voru þeir David Hawkins og Erazem Lorbek að skora mikið fyrir liðið, en allir leikmenn skiluðu sínu einsog um er fjallað á netsíðum á Ítalíu.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-28 gestunum í vil og héldu þeir þeirri forystu í hálfleik. Þriðji leikhluti var magnaður og mikil dramatík, heimamenn jöfnuðu leikinn og staðan 57-57 þegar að fjórði leikhluti hófst. Gríðarlega góð frammistaða leikmanna Romar sem náðu 4-15 áhlaupi þegar að staðan var 67-65 heimamönnum í vil var lykillinn að mikilvægum sigri og sýndi lið Rómar mjög mikinn styrk að taka strax forystu í einvíginu.
Næsti leikur er á heimavelli Roma laugardaginn 2. júní.
VidiVici Bologna liðið sem Hörður Axel Vilhjálmsson var hjá um daginn sigruðu einnig sinn fyrsta leik þegar að þeir sigruðu Armani Jeans Milano 71-75 á útivelli.
Mynd: www.virtusroma.it



