spot_img
HomeFréttirTelma Fjalarsdóttir: Rosalega spennandi

Telma Fjalarsdóttir: Rosalega spennandi

14:00 

{mosimage}

 

(Telma verður í rauðu á næstu leiktíð) 

 

Miðherjinn Telma B. Fjalarsdóttir er nú komin til liðs við margfalda meistara Haukakvenna en Telma lék með Breiðablik á síðustu leiktíð og þar áður var hún hjá KR. Telma vonast nú til þess að Haukar sé klúbburinn sem hún hefur verið að leita af því hún segir sjálf að hún sé ekki ,,flakkari.”

 

Yngvi Gunnlaugsson var ráðinn þjálfari Haukakvenna og segir Telma að Yngvi hafi verið ein helsta ástæðan fyrir því að hún yfirgaf Blika og fór í Hafnarfjörðinn. ,,Ég var mjög sátt að fá Yngva sem þjálfara á síðustu leiktíð og það hefur verið mjög gott að vinna með honum og ég fann bæði mikinn mun á Blikaliðinu eftir að Yngvi tók við og svo á sjálfri mér sem leikmanni,” sagði Telma.

 

Aðspurð hvort það væri nokkuð ógnvekjandi að vita til þess að Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir hefðu farið frá Haukum með fullar hillur af bikurum svaraði Telma: ,,Þetta er bara rosalega spennandi og ég vonast til þess að sigurhlutfallið mitt fari að snúast við því á síðustu árum hefur maður tapað fleiri leikjum en maður hefur sigrað. Ég vil kynnast því að fara að sigra leiki og vona að það gerist hér hjá Haukum,” sagði Telma.

 

Sem miðherji í kvennaboltanum er Telma vön því að vera í háloftunum og hefur hún því valið sér starf við hæfi, flugfreyja hjá Iceland Express. ,,Þrátt fyrir miklar annir í vinnunni ætla ég að nota sumarið vel,” sagði Telma en er hún orðin óþreyjufull eftir kallinu í landsliðið?

 

,,Já, það væri ekki amalegt að vera boðuð í landsliðið en það kemur bara þegar það kemur,” sagði Telma að lokum.

 

[email protected]

 

{mosimage}

 

(Fest á blað!)

Fréttir
- Auglýsing -