spot_img
HomeFréttirHenning þjálfar Hauka

Henning þjálfar Hauka

23:56

{mosimage}
(Henning Freyr Henningsson)

Haukar héldu blaðamannafund í kvöld þar sem þeir kynntu Henning Henningsson sem nýjan þjálfara meistaraflokks karla. Gerði hann 2 ára samning við félagið. Haukar sem féllu úr úrvalsdeild í vetur ætla sér stóra hluti á næstu árum og er þessi ráðning liður í því.

Á fundinum sagði Henning að metnaður yrði mikill í liðinu og stefnan væri að byggja á heimamönnum. Haukar hafa nú þegar misst sínar skærustu stjörnur en Kristinn Jónasson fór í Fjölni á meðan Sævar Haraldsson fór í Stjörnuna.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -