spot_img
HomeFréttirStórsigur á Lúxemborg á Smáþjóðaleikum

Stórsigur á Lúxemborg á Smáþjóðaleikum

18:01

{mosimage}

Friðrik Stefánsson lék sinn 100. landsleik í dag 

 

Ísland sigraði nú fyrir stundu Lúxemborg 92-62 á Smáþjóðaleikunum í Monaco. Þar með hefur liðið sigrað fyrstu tvo leikina líka og Kýpur en liðin eigast við á laugardag og má reikna með að það verði úrslitaleikur.

  Ísland náði fljótlega forystu í leiknum í dag og jók þá forystu jafnt og þétt og leiddi 50-31 í hálfleik.Undir lok leiksins voru allir nýliðarnir fjórir á vellinum ásamt Hreggviði Magnússyni sem leikið hafði 3 landsleiki fyrir mótið. 

Þess má geta að Friðrik Stefánsson lék sinn 100. landsleik í dag og er hann sá 11. sem nær þeim áfanga.

 

Logi Gunnarsson var stigahæstur Íslendinga með 21 stig, Brenton Birmingham skoraði 19 stig, Páll Axel Vilbergsson 13, Helgi Már Magnússon 10, Brynjar Björnsson 9, Kristinn Jónasson 6, Þorleifur Ólafsson 5, Hreggviður Magnússon 4, Jóhann Árni Ólafsson 2, Friðrik E. Stefánsson 2 og Hörður Axel Vilhjálmsson 1 stig. Magnús Gunnarsson komst ekki á blað að þessu sinni.

 

 

[email protected]

 

 

Mynd: Jón Björn Ólafsson

 

Fréttir
- Auglýsing -