12:15
{mosimage}
Frá haustönn 2007 verður skipulagt nám fyrir afreksíþróttafólk framtíðarinnar í körfuknattleik í boði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þetta er kjörið tækifæri fyrir efnilega körfuknattleiksstúlkur og drengi að tengja saman nám og íþróttir. Nemendurnir munu fá þrjár æfingar á viku á skólatíma undir stjórn frábærra þjálfara. Eingöngu verður um einstaklingsþjálfun að ræða, en nemendurnir munu æfa áfram og keppa með sínum íþróttafélögum. Æfingarnar koma í stað allrar verklegrar kennslu í íþróttum í skólanum. Afreksíþróttanemendur geta stundað nám á öllum brautum skólans.
Kröfur til afreksíþróttanemenda í FB:
• Nemendur verða að vera efni í afreksfólk í íþróttum. Þeir þurfa að fá meðmæli frá íþróttafélagi.
• Gerð er krafa um að nemendur hafi 95% skólasókn. Nemendur munu fá leyfi fyrir keppnisferðum.
• Nemendur þurfa að standast eðlilega námsframvindu, ljúka u.þ.b. 15 einingum á önn.
• Afreksíþróttanemendur í FB mega ekki nota áfengi, tóbak eða önnur vímuefni.
• Allir sem fá inngöngu í afreksíþróttir í FB skrifa undir samning með þessum reglum.
• Afreksíþróttanemendur fá sérstakan umsjónarkennara sem fylgist með framvindu náms hjá þeim og aðstoðar þar sem við á.
• Hver nemandi greiðir 50.000 krónur aukalega á önn fyrir að vera þátttakandi í þessu afreksíþróttanámi.
Nemendur þurfa að prenta út meðfylgjandi eyðublað með því að smella hér, fylla það út og fara með það til síns íþróttafélags og koma því svo á skrifstofu FB fyrir 11. júní.
Ekki er hægt að sækja um afreksíþróttanámið rafrænt. Eftir að búið er að skila inn umsóknunum verða valdir úr þeir nemendur sem komast að í afreksíþróttaáfangann.



