spot_img
HomeFréttirKeflavík skipti í Breiðablik ? um stund

Keflavík skipti í Breiðablik ? um stund

17:11

{mosimage}
(Ekki vanar grænu)

Grænt er ekki uppáhaldslitur Keflvíkinga en í dag þurftu Keflavíkur stelpur að spila í grænu þegar þær mættu liði ÍBR á Landsmótinu. Bæði lið voru í dökkum búningum og því þurfti annað liðið að víkja og skipta um búninga. Kom það í hlut Keflavíkur og þar sem að þær voru ekki með varabúninga sína voru góð ráð dýr. Þær fengu lánaða búninga frá heimaliðinu sem er Breiðablik, en eins og allir vita eru Blikar grænir.

,,Ég get sagt að þetta var mjög óvanalegt að sjá stelpurnar í grænu í dag,” sagði Jón Halldór, þjálfari Keflvíkinga, um græna litinn. Jón var mjög ánægður að fá mót yfir sumarið og sagði að þetta væri skemmtileg tilbreyting að spila á þessu móti.

Nokkra lykilleikmenn vantar í lið Keflavíkur í dag og Jón sagði að hann væri spenntur fyrir vetrinum. ,,Þetta litur mjög vel út hjá okkur og ég er frekar spenntur fyrir vetrinum. Það vantaði Köru, Ingibjörgu og Rannveigu í dag þannig að við eigum eftir að bæta við okkur.”

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -