spot_img
HomeFréttirYngra vann það eldra

Yngra vann það eldra

 19:51

{mosimage}
(Kristinn Jónasson braut engan hring að þessu sinni)

Sigurður Ingimundarson skipti A-landsliðshópnum í tvö lið á æfingu á dögunum og spiluðu eldri leikmenn gegn þeim yngri. Þetta var liður í undirbúningi liðsis fyrir Evrópukeppnina en liðið leikur enga æfingarleiki fyrir mótið.

Í eldra liðinu voru þeir Fannar Ólafsson, Friðrik Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson, Logi Gunnarsson, Magnús Þór Gunnarsson og Páll Axel Vilbergsson.

Í yngra liðinu voru Brynjar Þór Björnsson, Helgi Már Magnússon, , Hörður Axel Vilhjálmsson, Kristinn Jónasson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Þorleifur Ólafsson.

Það er ekki frásögu færandi að yngra liðið vann leikinn 75-68 þar sem Helgi Már Magnússon (24 stig, 11 fráköst), Þorleifur Ólafsson (17 stig) og Sigurður Þorsteinsson (13 stig) voru atkvæðamestir.

Hjá þeim eldri var Páll Axel Vilbergsson með 20 stig og 11 fráköst, Logi Gunnarsson skoraði 15 og Jakob Sigurðsson var með 13 og 4 stoðsendingar.

 

 

Mynd: karfan.is

 

 

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -