spot_img
HomeFréttirÍslendingar á EM

Íslendingar á EM

13:20

{mosimage}
(Guðni að dæma í Reykjavíkurmótinu á þriðjudag)

Spennan magnast á Spáni þar sem Evrópumótið fer nú fram og staddir á Spáni eru 15 íslenskir körfuknattleiksdómarar ásamt tveimur gömlum refum eins og Guðni E. Guðmundsson, Borgnesingur og dómari, komst að orði. Íslenski dómarahópurinn á miða á alla leikina sem eftir eru í mótinu og sagði Guðni ferðina bæði vera mjög skemmtilega og lærdómsríka.

„Við eigum miða á alla leikina, líka úrslitaleikinn og alla leikina um öll sætin frá og með 8-liða úrslitum. Í gær sáum Spánn vinna Þýskaland og líka Frakkland-Rússland. Við erum í 17-18 þúsund manna höll. Á Frakkland-Rússland voru um 5000 manns en á Spánn-Þýskaland hefur verið um 11-12 þúsund manns, mikil læti og mikið fjör, mikil stemmning hjá Spánverjunum . Í dag sjáum við Litháen-Króatíu og Grikkland-Slóvenía, Það er margir Litháar á svæðinu og búist við mikilli stemmningu.” Veðrið leikur við þá félaga og er um 25-30 stiga hiti.

Þetta er í fyrsta sinn sem Guðni fer á EM og hann lýsir ferðinni sem himnaríki. ,,Það er mikið um stór nöfn hérna. Þá eru þeir Friðrik Ingi og Hannes Jónsson frá KKÍ líka hérna. Við funduðum með þeim í gær þar sem Friðrik leiddi okkur í allan sannleikann. Svo eigum við fund með dómurum sem dæmdu í gær, þannig að þetta er ekki bara skemmtiferð heldur líka heilmikil lærdómsferð.”

,,Við sitjum mjög ofarlega, þetta eru þrjár hæðir og við sitjum á hæstu hæð og útsýnið er frábært þannig að það kemur ekki að sök. Öll umgjörðin er góð og öryggisgæslan einnig. Úrslitaleikurinn er á sunnudagskvöldið, miðað við það sem ég sá hjá heimamönnum þá tel ég að þeir komist í úrslitaleikinn með góðan stuðning sinna manna og munu sennilega mæta Grikkjum í úrslitum, væntanlega endurtekning frá HM. Ég gæti líka trúað því að það Litháar kæmust í úrslitin og þá gegn heimamönnum..

Alls eru 15 íslenskir dómarar og tveir gamlir refir, Kristinn Albertsson og Helgi Bragason.

Mynd og frétt: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -