spot_img
HomeFréttirSigmundur til Noregs

Sigmundur til Noregs

8:30

{mosimage}

Sigmundur Már Herbertsson fékk í dag tilnefningu frá FIBA en hann mun næsta laugardag dæma leik Noregs og Bosníu Hersegóvínu í úrslitakeppni B deildar kvenna.

Þetta er fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn verður leikinn í Bosníu Hersegóvínu 26. september. Sigurvegarinn úr viðureignunum tveimur vinnur sér sæti í A deild að ári ásamt sigurvegaranum úr viðureign Breta og Hollendinga.

Meðdómari Sigmundar í leiknum er Johann Jeanneau frá Frakklandi og eftirlitsmaður er Jesper Brixen frá Danmörku.

 

www.kkdi.is

 

Mynd: Gunnar Freyr Steinsson

Fréttir
- Auglýsing -