20:56
{mosimage}
(Hudson)
Golden State Warriors hafa nælt sér í bakvörðinn Troy Hudson sem lék með Minnesota Timberwolves í NBA deildinni á síðustu leiktíð. Hudson var með lausan samning en eitt sinn eitraða þriggja stigaskyttan og núverandi varaframkvæmdastjóri Warriors, Chris Mullin, greindi frá þessu í dag.
Hudson sem er 31 árs gamall lék 34 leiki með Timberwolves í fyrra þar sem hann var með 5,9 stig að meðaltali í leik. Hann gerði mest 26 stig í einum leik á síðustu leiktíð en það var gegn Boston Celtics þann 4. mars síðastliðinn.
,,Við erum spenntir fyrir því að fá leikmann af þessum styrkleika í okkar raðir og Hudson hefur átt fínan NBA-feril en mikilvægast er að hann eykur breidd liðsins í vörninni. Þá hefur hann einnig góða hæfileika til að stjórna liði og er góð þriggja stiga skytta,” sagði Mullin við fjölmiðla Vestanhafs í dag.



