18:34
{mosimage}
Úrvalslið mótsins
Malí kom gríðarlega á óvart á Afríkumóti kvenna sem lauk um helgina í Senegal, en Malí lagði Senegal í úrslitum 63-48. Þar með hefur Malí tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking að ári en Senegal og Angola fara í forkeppnina.
Malístúlkur voru greinilega mættar til leiks til að sanna sig og sýna en Malí hefur einu sinni áður unnið til verðlauna á Afríkumóti en árið 1968 fékk þjóðin brons. Í úrslitaleiknum voru þær leiddar áfram af WNBA leikmanninum Hamchetou Maiga sem var valin mikilvægasti leikmaður mótsins í mótslok.
Aðrar í úrvalsliði mótsins voru Carla Dasylva frá Mosambik, Diéné Diawara frá Mali, Christina Andrade frá Angola og Aya Traoré frá Senegal.
Mynd: www.fiba-africa.com



