spot_img
HomeFréttirUnicaja Malaga lagði Memphis Grizzlies

Unicaja Malaga lagði Memphis Grizzlies

7:08

{mosimage}

Boniface Ndong var hetja Unicaja í gær 

 

Eins og flestir ættu að hafa tekið eftir átti Jón Arnór Stefánsson góðan leik með Lottomatica Roma gegn NBA liði Toronto Raptors á dögunum. En þetta er ekki eini leikur NBA liðs í Evróðu núna en þessa dagana eru fjögur NBA lið að leika víða um Evrópu. Í gær sigraði m.a. spænska liðið Unicaja Malaga Memphis Grizzlies 102-99 á Spáni.

 

NBA European Live Tour hófst á laugardag þegar Boston Celtics sigraði Torotno í Róm, 89-82. Sama dag tók tyrkneska liðið Efes Pilsen á móti Minnesota og sigruðu Bandaríkjamennirnir 84-81. 

Í dag spila Boston og Minnesota í London og á morgun eru svo síðustu tveir leikirnir en þá mætast Estudiantes og Memphis í Madrid og strax á eftir tekur Real Madrid á móti Toronto. Í þessum tveimur NBA liðum eru einmitt fjórir spænskir landsliðsmenn. Í Memphis eru Pau Gasol og Jose Navarro og í Toronto Jose Calderon og Jorge Garbajosa. 

Á morgun hefst svo sá hluti NBA European Live Tour sem fer fram í Norður Ameríku. Þar leika NBA liðin Houston Rockets, New York Knicks, San Antonio Spurs, Golden State Warriors, Toronto Raptors og Washington Wizards. Þrjú Evrópulið mæta þangað en það eru Evrópumeistarar Panathinaikos, Maccabi Tel Aviv og Zalgiris. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með viðureign NBA meistaranna í San Antonio Spurs og Evrópumeistaranna í Panathinaikos á laugardag. 

[email protected] 

Mynd: www.euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -