spot_img
HomeFréttirIE deild karla: 5. sæti - Keflavík

IE deild karla: 5. sæti – Keflavík

10:30

{mosimage}

Keflavík endar í fimmta sætinu samkvæmt spá okkar, ekki vanaleg staða fyrir Keflavík en þó sæti ofar en í fyrra og í ljósi undirbúningstímabilsins þá gæti Keflavík þurft að endurtaka tímabilið frá í fyrra.

 

 

Keflavík er lið með mikla hefð og þar eru leikmenn sem hafa mikla reynslu, bæði í deild hér heima, Evrópukeppni með Keflavík og landsliðinu. Þeir vita hvað er að sigra og síðasta tímabil þar sem Keflavík lenti í fyrsta skipti í mörg ár í vandræðum með að finna réttu blönduna af erlendum leikmönnum, hlýtur að hafa verið vonbrigði fyrir þá. Það á einnig við þjálfarann sem hefur verið þarna frá því elstu menn muna og veit hver krafan er í Keflavík. Þá hefur liðið ráðið Einar Einarsson sem aðstoðarþjálfara og spurning hvort hann hefur eitthvað nýtt fram að færa.

 

{mosimage}  

Gunnar Einarsson 

Þeir hafa nú fengið til sín þrjá nýja erlenda leikmenn sem hafa verið að týnast til landsins að undanförnu og hefur Keflavík verið að leika æfingaleiki út um víðan völl með ágætum árangri. Liðið tók þátt í Reykjanesmótinu þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti. 

En hér koma svo spurningar okkar og svör Sigurðar Ingimundarsonar þjálfara Keflavíkur.

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Allir leikmenn hafa lagt á sig miklar æfingar og koma vel tilbúnir í tímabilið, ég sé ekki að einhverjir séu að fara að koma á óvart , því árangur næst aldrei óvart , aðeins með mikilli vinnu.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Íslenskir leikmenn í liðinu eru margir og hafa allir eitthvað til málanna að leggja. Ég myndi halda að leikmenn eins og Gunnar Einarsson og Jón N. Hafsteinsson muni spila gríðarlega vel í vetur , mun betur en síðustu tímabil. Magnús Gunnarsson er að spila vel þessa dagana. Ungu mennirnir Sigurður Þorsteinsson og Þröstur Jóhannsson munu láta mikið að sér kveða í vetur og samkeppni um stöðu á vellinum er stöðugt að aukast.

Er liðið með erlendan leikmann?

3 erlendir leikmenn verða að spila með okkur í vetur  Antonu Susnajara Ástralíu/Króatíu, B.A. Walker Bandaríkin og Tommy Johnson Bandaríkin/Bretland.

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Undirbúningur hefur verið mjög góður og allir leikmenn að æfa mjög mikið og í mjög góðu standi. Fengum reyndar útlendinga frekar seint, en þeir eru í toppformi þannig að við náum að slípa allt til og verðum klárir þegar allt fer í gang

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Einkennandi fyrir Keflavík í vetur verður að allir leikmenn munu leika hvern leik eins vel og þeir mögulega geta og samvinna í vörn og sókn mun verða allsráðandi.

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Markmiðin fyrir tímabilið eru mörg. Ekki eru öll gefin upp, en það er klárt, að það á að sjást langar leiðir að við förum í hvern leik til að sigra.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Veit ekki með þetta að koma á óvart, en mér sýnist að öll liðin í deildinni séu gríðarlega góð og vel spilandi og það kæmi mér á óvart ef það verða ekki allir leikir í vetur hörkuleikir.

Hvaða lið vinnur deildina?
Liðið sem á eftir að vinna deildina í vetur heitir Keflavík.

Komnir
Vilhjálmur Steinarsson, Sigurður Sigurbjörnsson, Antony Susnajara, B.A. Walker og Tommy Johnson

Farnir
Sverrir Þór Sverrisson, Halldór Halldórsson og Sebastian Hermanier

Leikmannalisti:

Arnar Freyr Jónsson

Magnús Gunnarsson

Elvar Sigurjónsson

Þröstur Jóhannsson

Sigurður Þorsteinsson

Gunnar Einarsson

Jón Gauti Jónsson

Jón N. Hafsteinsson

Magni Ómarsson

Páll Kristinsson

Sigfús Árnason

Sigurður G. Sigurðsson

Axel Margeirsson

Anthony Susnajara

B.A. Walker

Tommy Johnson

Vilhjálmur Steinarsson

Sigurður Sigurbjörnsson

 

[email protected]

Myndir: www.vf.is 

Fréttir
- Auglýsing -