spot_img
HomeFréttirIE deild karla: 2. sæti - Njarðvík

IE deild karla: 2. sæti – Njarðvík

13:30

{mosimage}

Brenton Birmingham 

 

Nú fer spennan að magnast, annað sætið fellur í skaut silfurhafanna frá síðasta ári, Njarðvík.

Það hefur orðið mikil breyting hjá Njarðvík. Nýr þjálfari og margir leikmenn farnir og spurning með t.d. reynsluboltann Friðrik Stefánsson sem á við veikindi að stríða. Leikmannahópur Njarðvíkur hefur verið að mótast í september og því margt óklárt hjá liðinu.  

En eitt er víst að krafan í Njarðvík er alltaf titlar og nú hefur liðið ráðið margreyndan ref með stórt Njarðvíkurhjarta til að sigla skútunni. Hvernig sú sigling tekst kemur ekki í ljós fyrr en í vor og verður fróðlegt að sjá hvort spá karfan.is stenst. 

{mosimage}

(Friðrik Stefánsson í leik á Reykjanesmótinu 2007)

Þó margir leikmenn hafi farið frá félaginu þá hefur félagið fengið sterka leikmenn til sín, þ.á.m. Sverri Þór Sverrisson sem hefur unnið marga titla í gegnum tíðina. 

Sökum þess hversu seint Njarðvík mannaði leikmannahóp sinn verður árangurs þeirra í Reykjanesmóti og öðrum æfingamótum í haust væntalega seint minnst í Njarðvík. 

En hér koma svo spurningar okkar og svör Teits Örlygssonar þjálfara Njarðvíkur.

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Vonandi koma sem flestir á óvart með góðum leik

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Get ekki gert uppá milli.

Er liðið með erlendan leikmann?

Charleston Long “Chuck”, bandarískur

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Gekk brösulega framan af vekna manneklu. Síðustu vikur verið mjög góðar og mikill stígandi. Höfum því miður misst fyrirliðann í veikindi og Guðmund Jónsson í meiðsli.  Þeir koma bara fílefldir til baka.

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Ég held og vona að það verði einingin í hópnum. Við erum í þessu saman og mikil tilhlökkun í hópnum að hefja baráttuna

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Það er alltaf sama krafan hjá okkur í Njarðvík, það er að vinna titla. Við ætlum einnig að skemmta okkur í vetur og hafa þetta á jákvæðum nótum.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Erfitt að segja þar sem mörg lið eru mikið breytt

Hvaða lið vinnur deildina?
Það eru óvenju mörg lið sem virðast fyrirfram líkleg til árangurs en auðvitað höfum við trú á því að titillinn endi í Njarðvík.

Komnir
Ágúst Dearborn , Hörður Axel Vilhjálmsson, Sverrir Þór Sverrisson og Charleston Long

Farnir
Igor Beljanski, Jeb Ivey, Rúnar Ingi Erlingsson, Kristján Sigurðsson, Halldór Karlsson, Ragnar H. Ragnarsson Daníel Guðmundsson og Jónas Ingason

Leikmannalisti:

Friðrik Erlendur Stefánsson

Charleston Long

Egill Jónasson

Guðmundur Jónsson

Jóhann Árni Ólafsson

Elías Kristjánsson

Brenton Birmingham

Hjörtur Hrafn Einarsson

Friðrik Óskarsson

Ágúst Dearborn

Sverrir Þór Sverrisson

Ragnar Ólafsson

Hörður Axel Vilhjálmsson

[email protected]

Myndir: www.vf.is

 

 

Fréttir
- Auglýsing -