spot_img
HomeFréttirKR-TV í loftið

KR-TV í loftið

 
 Baldur Ó. setur hann í grillið á Beljanski í fyrra.

KR-TV mun fara í loftið í dag fimmtudaginn  þegar að KR-ingar taka á móti Fjölnismönnum í Iceland Expressdeildinni í DHL-Höllinni klukkan 19:15.  Mikill undirbúningur hefur staðið yfir og verður útsendingin opin öllum. Heimasíða KR hefur undanfarin tvö ár verið með beina textalýsingu frá leikjum meistaraflokks karla en nú taka þeir stærra skref, og fara alla leið ef svo má að orði komist. Það verður Ingi Þór Steinþórsson sem mun lýsa leiknum. Svo sannarlega flott framtak hjá þeim KR-ingum og eins og þeir segja sjálfir þá vonandi að fleiri lið taki sig til og sýni leiki beint á netinu. 

frétt KR.is

Fréttir
- Auglýsing -