14:13
{mosimage}
Ármann/Þróttur hefur ávallt verið með sterkari liðum 1. deildar karla og ávallt skipað mörgum frambærilegum leikmönnum. Þrátt fyrir það hefur liðinu ekki gengið nógu vel og oftast ekki staðið undir væntingum. Það gæti orðið breyting á í vetur en liðinu er stjórnað af harðjaxlinum Gunnlaugi Elsusyni en hann mun þjálfa og spila liðið í vetur.
Ármann/Þróttur sameinaðist Hvíta Riddaranum í sumar og hefur hópurinn sjaldan verið jafn breiður og sterkur. Gunnlaugur fær það erfiða verkefni að hafa alla leikmenn liðsins ánægða með það hlutverk sem þeir fá.
Á dögunum gengu tveir mjög sterkir leikmenn til liðsins þegar þeir Steinar Kaldal og Ólafur Ægisson skiptu úr KR yfir í Ármann/Þrótt. Ásamt þeim eru fleiri sterkir spilarar og ljóst að liðið hefur burði til að komast langt í vetur.
Gunnlaugur svaraði nokkrum spurningum.
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Steinar Örn og bróðir hans Stefán Orri,
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Óli Ægis og Steinar Kaldal.
Er liðið með erlendan leikmann?
Nei, ekki til peningar og líka enginn þörf á þeim vandamálapakka sem fylgir því að fá erlendan leikmann.
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Já og nei. Byrjuðum að æfa að alvöru í september en svo misstum við Höllina í 11 daga núna í október vegna NATO ráðstefnu. Þannig að við erum búnir að vera á flandri upp á síðkastið að spila æfingaleiki. En við sjáum til Hvað gerist.
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Mikill Reynsla og gríðarleg barátta.
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Að vera samkeppnishæfir gagnvart bestu liðunum
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Breiðablik og FSU á örugglega eftir að vera gríðarlega sterkt lið.
Hvaða lið vinnur deildina?
Valur.
Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?
Vonandi verður þetta tólf liða deild í framtíðinni og sama skapi að gæðin aukist enn frekar þannig að efstu liðin í 1 deild geti verið samkeppnishæf við neðstu liðin í Iceland Express deildinni.
Komnir:
Gunnlaugur Hafsteinn Elsuson, Sturla Þorvaldsson, ÓlafurÆgisson, Steinar Kaldal, Kristinn Geir Pálsson, Gunnar Andrésson, Berry Timmermanns, Stefán Orri Stefánsson, Steinar Orri Stefánsson, Sigurgeir Sigurpálsson og Davíð Arnar Ragnarsson
Leikmannalisti:
Einar Hugi Bjarnason
Sturla Þorvaldsson
Ólafur Ægisson
Steinar Kaldal
Gunnlaugur Hafsteinn Elsuson
Kristinn Geir Pálsson
Eiríkur Guðmundsson
Valtýr Sigurðsson
Gunnar Andrésson
Sæmundur Oddsson
Davíð Arnar Ragnarsson
Berry Timmermanns
Stefán Orri Stefánsson
Steinar Orri Stefánsson
Sigurgeir Sigurpálsson
Páll H. Sigurðsson
Jóhann Líndal
Eggert Sigurðsson
Steinar Páll Magnússon



