09:16
{mosimage}
(Steinar Kaldal)
Steinar Kaldal, fyrrverandi fyrirliði KR, gekk til liðs við Ármann/Þrótt á dögunum og mun hann leika með félaginu í 1. deild í vetur. Steinar þjálfar einnig meistaraflokk kvenna hjá Ármanni/Þrótti og má því segja að hann sé allt í öllu hjá Ármann/Þrótti. Karfan.is náði tali af honum og lagði fyrir hann nokkrar laufléttar spurningar.
Hvernig stóð til að þú færir að spila í 1. deild en héldir ekki áfram með Íslandsmeisturum KR?
Ástæðan er sú að ég er að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Ármann/Þrótti ásamt því var ég að eignast lítinn strák fyrir tveim vikum. Svo er ég að vinna mikið þannig að ég hef nóg að gera. Ég hefði spilað með KR hefði ég æft einsog hálf atvinnumaður eins og þetta er hjá liðum í Iceland Express-deildinni. Það fer mikill tími í það sem ég er ekki tilbúinn að fórna. Ég ákvað að fara í Ármann/Þrótt, þar eru vinir mínir og mér líst vel á tímabilið. Það er aðeins minna álag þar, 3-4 æfingar á viku og meira spil.
Var erfitt að taka þá ákvörðun að yfirgefa uppeldisfélag þitt?Já, ég var alveg tvístigandi langt fram eftir sumri. Loksins komið parket í húsið sem maður var búinn að bíða eftir í langan tíma. Liðið að fara í Evrópukeppni en KR fór síðast 1990 í Evrópukeppnina. Þar er frábær hópur og ég á góða vini þar líka. Það er frábær umgjörð í kringum liðið en eins og þetta er hjá mér hefði ég ekki getað verið þar af fullum krafti. Ef maður ætlar að vera í KR verður maður að vera með hausinn í lagi. Það hefði verið erfitt og ég hefði látið hluti utan körfunnar trufla mig.
Hvernig líst þér á tímabilið með strákunum?
Mér líst mjög vel á þetta, við eru komnir með Gunnlaug sem þjálfara og hann er að reka menn áfram. Við erum með fínan hóp af strákum sem kunna körfubolta. Við eigum að geta strítt liðunum í efri hlutanum, þó að þau séu flest með útlendinga. Við verðum ekki með þá en getum alveg gert góða hluti. Þetta verður skemmtilegt í vetur.
Hvernig líst þér á tímabilið hjá stelpunum?Nú er stutt í mót og ég er ekki nógu sáttur með stöðuna á liðinu. Við enduðum í fimmta sæti í fyrra og takmarkið er að gera betur en í fyrra og ég tel það raunhæft markmið.
mynd og frétt: [email protected]



