16:08
{mosimage}
(Verður Evrópa þeirra fall í vetur?)
Það hefur orðið mjög vinsælt hjá NBA-liðunum að hefja tímabilið utan Norður-Ameríku. En gengi þeirra liða sem gera það hefur ekki verið neitt sérstaklega gott þegar deildarkeppnin hefst í NBA. Einhverra hluta vegna gengur liðum illa í úrslitakeppninni ef þau hefja leik utan Ameríku. Í rauninni hafa aðeins tvö lið komist upp úr annarri umferð úrslitakeppninnar og urðu bæði þessi lið meistarar það tímabil, Chicago 1997-98 og San Antonio í fyrra.Tímabilið 1988-89 spilaði NBA lið í fyrsta skipti leik utan Norður-Ameríku. Það tímabil fór Atlanta Hawks til Sovétríkjanna og Boston Celtics léku á Ítalíu. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar vorið eftir.
Hér er yfirlit yfir gengi liða sem hófu keppni utan Norður-Ameríku og gengi þeirra í úrslitakeppninni.
1988-89 – Atlanta – tapaði í fyrstu umferð
1988-89 – Boston – tapaði í fyrstu umferð
1989-90 – Denver – tapaði í fyrstu umferð
1990-91 – New York – tapaði í fyrstu umferð
1991-92 – L.A. Lakers – tapaði í fyrstu umferð
1993-94 – Orlando – tapaði í fyrstu umferð
1993-94 – Atlanta – tapaði í annarri umferð
1993-94 – Phoenix – tapaði í annarri umferð
1994-95 – Charlotte – tapaði í fyrstu umferð
1994-95 – Golden State – komust ekki í úrslitakeppnina
1995-96 – Houston – tapaði í annarri umferð
1996-97 – Seattle – tapaði í annarri umferð
1996-97 – Indiana – komust ekki í úrslitakeppnina
1997-98 – Chicago – urðu meistarar
1999-00 – San Antonio – tapaði í fyrstu umferð
2003-04 – Memphis – komust ekki í úrslitakeppnina
2003-04 – San Antonio – tapaði í annarri umferð
2006-07 – San Antonio – urðu meistarar
2006-07 – Philadelphia – komust ekki í úrslitakeppnina
2006-07 – L.A. Clippers – komust ekki í úrslitakeppnina
2006-07 – Phoenix – tapaði í annarri umferð
2007-08 – Boston
2007-08 – Toronto
2007-08 – Minnesota
2007-08 – Memphis
2007-08 – Orlando
2007-08 – Cleveland



