Hjá Íslandsmeisturum KR leynist gallharður og efnilegur leikmaður sem líkist Ashton Kutcher að mörgum finnst. Nýverið fór Karfan.is í gang með nýjan lið sem heitir tvífarar og eru þeir félagarnir Brynjar og Kutcher annað parið í röðinni. Fyrstar komu þær Erla Reynisdóttir og Gunta Basko.
Við fengum slatta af ábendingum þar sem fólki fannst Brynjar Þór Björnsson vera keimlíkur Ashton Kutcher. Dæmi nú hver fyrir sig en engum ofsögum verður um það að sagt að vissulega eru þeir báðir fjallmyndarlegir!
Brynjar er einna helst þekktur fyrir ákefð sína og baráttu inni á vellinum sem og stórhættuleg þriggja stiga skot en Ashton Kutcher er frekar þekktur fyrir prakkarastrik sín í þáttunum Punk´d og kvikmyndaleik.Við hvejum lesendur endilega til að vera duglegir við að senda okkur ábendingar um tvífara enda er þetta létt krydd í hina háalvarlegu körfuboltatilveru.



