spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistararnir mæta Hamri í kvöld

Íslandsmeistararnir mæta Hamri í kvöld

10:10

{mosimage}

 

(Mikið mun mæða á Barkus gegn Haukum í kvöld) 

 

Einn leikur er á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Íslandsmeistarar Hauka mæta Hamri í Hveragerði kl. 19:15.

 

Haukar höfðu nauman 74-71 sigur á nýliðum KR í fyrstu umferð en Hamar mátti sætta sig við stórtap í Grindavík eftir að hafa staðið vel í gulum framan af leik. Von er á mikilli baráttu í Hveragerði í kvöld þar sem Hamar hefur sýnt og sannað að þær eru vel færar um að stríða toppliðum deildarinnar.

 

Þá fer einn leikur fram í A-riðli drengjaflokks þegar Fjölnir tekur á móti Skallagrím í Rimaskóla kl. 19:00.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -