14:19
{mosimage}
(Howard og Nowitzki á góðri stundu)
Josh Howard leikmaður Dallas var hent út úr húsi í gærkvöld þegar Dallas og Sacramento öttu kappi. Devin Harris liðsfélagi Howards lenti í ryskingum og endaði á gólfinu. Howard kom félaga sínum til bjargar og sló Brad Miller hjá Sacramento í hnakkann. Fyrir þetta fékk Howard brottvísun.
Brotteksturinn hefur ekki sjálfkrafa bann í för með sér en NBA-deildin ætlar að skoða atvikið betur og hann gæti því verið í banni í fyrsta leik Dallas gegn Cleveland 31. október.



