20:56
{mosimage}
(Enn tapa Barkus og félagar)
Haukar voru rétt í þessu að tryggja sér níu stiga sigur á Hamri í Hveragerði í Iceland Express deild kvenna. Lokatölur leiksins voru 76-85 Haukum í vil sem eru nú á toppi deilarinnar með Keflavík en bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni.
Hamar var s.s. í kvöld að tapa sínum öðrum leik í röð en þær lágu stórt gegn Grindavík í fyrstu umferðinni og mega því enn bíða eftir sínum fyrsta deildarsigri.



