12:36
{mosimage}
(Ungi Keisarinn James)
LeBron James vakti óskipta athygli í Kína þegar Cleveland Cavaliers voru þar á dögunum í sýningaferð. Í Bandaríkjunum er LeBron jafnan nefndur ,,King James” eða James konungur. Í Kína hefur LeBron James fengið annað viðurnefni og er það ,,Litli Keisarinn.”
Þetta mun vera heiðurstitill í Kína þar sem lítill þýðir jafnan ungur svo viðurnefni LeBron James útleggst nokkurnveginn sem ,,Ungi Keisarinn.” Í Kína er James talinn vera forystumaður ungu kynslóðarinnar í NBA deildinni og þá er hann ekki síður vinsæll í Kína. Nokkuð óvænt þar sem Kínverjar eru æfir yfir því að Bandaríkjamenn skyldu taka á móti Dalai Lama og veita honum hæstu heiðursorðu Bandaríkjanna sem óbreyttur borgari getur hlotið. Kínverjar dæmdu athöfn Bandaríkjamanna og Dalai Lama sem farsa og taka lítt mark á henni. Hvað sem því líður hefur það engin áhrif á vinsældir ofurstjörnunnar James í Kína.
,,Ég var staddur á hinum enda hnattarins og fólk veit hver ég er,” sagði James um Kínaferðina en þetta var hans önnur ferð til landsins með Cavaliers. Ljóst er að LeBron James er með vinsælli íþróttamönnum nútímans en hann er þó ekki jafn þekktur í Kína og heimamaðurinn og miðherjinn Yao Ming sem leikur með Houston Rockets.



