spot_img
HomeFréttirÍR kláraði Stólana í síðari hálfleik

ÍR kláraði Stólana í síðari hálfleik

23:27

{mosimage}

 

 

(Eiríkur Önundarson brýtur sér leið upp að körfu Stólanna) 

 

 

Birkarmeistarar ÍR tóku á móti Tindastól í Seljaskóla í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en ÍR-ingar tóku öll völd á vellinum í 3. leikhluta og skópu nokkuð öruggan sigur í lokin, 93-74. Stigahæstur hjá ÍR var Hreggviður S. Magnússon með 20 stig og 9 stoðsendingar, næstur var Sonny Troutman með 17 stig. Hjá Tindastól var Samir Shaptahovic með 16 stig 6 fráköst, næstur var Donald Brown með 16 stig og 7 fráköst og Marcin Konarzewski með 13 stig. 

 

Leikurinn byrjaði frekar illa hjá báðum liðum og virtust leikmenn beggja liða vera frekar taugaóstyrkir. Sóknarleikur Tindastóls virtist á köflum vera frekar óskipulagður og tilviljunakenndur en á meðan hittu ÍR-ingar illa og því náði Tindastóll forskoti, 6-9 eftir 6 mínútur af leik. Þá taka Tindastólsmenn leikhlé til að endurskipuleggja sóknarleik sinn. Eftir leikhlé virðist sóknarleikur mun skilvirkari á meðan sóknarleikur ÍR á þessum kafla stóð og fell með Sonny Troutman sem skoraði 10 af 14 stigum ÍR-inga í fyrsta leikhluta. Tindastóll leiddi eftir fyrsta leikhluta 14-19.

 

ÍR náði að minnka munin smám saman í örðum leikhluta en Tindastóll hafði alltaf forskot því ÍR hittu frekar illa. Tindastóll missti forskotið í fyrsta skiptið þegar rúm mínúta lifði eftir af fyrri hálfleik, en það var sterkur varnaleikur sem skilaði eins stigs forskoti 32-31 og þá tók Kristinn Friðriksson leikhlé. Tindastóll leiddi þó í hálfleik með 2 stigum þvi ÍR-ingar gleymdu sér í vörninni seinustu mínútuna og fengu á sig 5 stig. 

{mosimage}

 

ÍR-ingar mættu gríðarlega vel stemmdir í 3. leikhluta og það for ekki á milli mála að þeir ætluðu ekki að leyfa gestunum að taka af þeim stig. Þeir unnu leikhlutan 30-18 en Tindastóll lenti oft í vandræðum með skotklukkuna og vörnin skilaði nokkrum góðum hraðaupphlaupum fyrir ÍR-inga. Á þessum kafla lét Kristinn Friðriksson mikið í sér heyra og var ásjáanlega ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld en hann fékk á endanum tæknivillu fyrir vikið. Forskot ÍR-inga var komið í 10 stig eftir 8 mínutur af þriðja leikhluta og það varð aldrei minna en það það sem eftir lifði leiks. Leikhlutinn endaði með þessu sama 10 stiga forskoti ÍR, 64-54

 

Fjórði leikhluti var í sama fari og sá þriðji en ÍR-ingar skoruðu einnig 29 stig gegn 20 stigum Tindastóls. ÍR varð hins vegar fyrir áfalli þegar ein mínutu var liðin af fjórða leikhluta en þá varð landsliðsmaðurinn Sveinbjörn Claessen fyrir meiðslum það sem virtist vera í baki þegar hann lenti í samstuði við Donald Brown, leikmann Tindastóls.  Hann kom ekki meira við sögu í leiknum. ÍR-ingar létu það þó ekki á sig fá og náðu smám saman að auka við forskotið sem varð á endanum 19 stiga verðskuldaður sigur.   

Tölfræði leiksins

 

Texti: Gísli Ólafsson

Myndir: Snorri Örn Arnaldsson

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -