00:29
{mosimage}
(Áskell hetja kvöldsins Jónsson)
Skallagrímsmenn unnu Hvergerðinga með 75 stigum gegn 74 í Borgarnesi í kvöld. Áskell Jónsson tryggði heimamönnum sigurinn á ævintýralegan hátt í lokinn.
Skallagrímsmenn urðu fyrir áfalli strax á frystu mínútum leiksins þegar Allan Fall, leikstjórnandi liðsins lenti illa á vinstri fæti og var ekki meira með það sem eftir lifði leiks. Kenneth Webb þjálfari Skallagríms brá þá á það ráð að skella Áskeli Jónssyni inná og fékk piltur það vandasama hlutverk að leysa Fall af hólmi. Leikurinn var jafn og spennandi framan af, en fljótlega fóru þó heimamenn að stíga framúr. Milioca Zekovic var allt í öllu hjá Skallagrím fyrstu mínúturnar og skoraði fyrstu 8 stig þeirra. Darrel Flake fór svo að taka til sín og setti m.a. tvo þrista í 1. leikhluta. George Byrd og félagar í Hamri voru þó ekki á því að gefa neitt eftir og var staðan eftir 1. leikhluta 25-19 fyrir Skallagrím.
Darrel Flake hóf 2. leikhlutan af krafti og skoraði fyrstu 5 stig Skallagríms. Kenneth Webb skipti mönnum ótt og títt inn á og útaf og var leikurinn að fljóta á mörgum mönnum. Skallagrímsmenn náðu mest 13 stiga forystu í 2. leikhluta, 37-24 og athygli vakti að Hafþór Ingi Gunnarsson kom ekki inná fyrr en um miðbik leikhlutans. Hann var hinsvegar ekki lengi að minna á sig og skoraði strax þriggja stiga körfu.
Í 3. leikhluta fór hinsvegar að síga á ógæfuhliðina hjá Skallagrím, eins og svo oft áður. Þrátt fyrir ágætan leik Áskells Jónssonar þá voru heimamenn að tapa mikið af boltum og gestirnir söxuðu hægt og bítandi á forskotið. Erfitt er að segja hvað var að fara úrskeiðis hjá Skallagrím, en sóknarleikurinn virtist ganga erfiðlega fyrir sig og það var eins og leikmenn vildu fremur "feika" leikmanninn en að taka skotið. Slíkt er aldrei líklegt til afreka. Bojan Bojovic jafnaði leikinn fyrir gestina 59-59 undir lok leikhlutans en ágætis sprettur Skallagríms skilaði þeim 63-59 forystu fyrir 4. leikhlutann.
4. leikhluti var spennandi frá upphafi til enda. Leikmenn Hamars fóru að sýna ákveðnari sóknarleik og tókst að komast yfir um miðbik leikhlutans. Axel Kárason hafði fengið sína 5. villu í 3. leikhluta og voru þeir Byrd og Bojovic að fara mikinn undir körfu gestanna. Pálmi Sævarsson gæddi litlausa Skallagrímsmenn lífi þegar hann keyrði upp að körfunni og skoraði úr erfiðu færi, karfa góð. Þegar aðeins um 18 sekúndur voru eftir að leiknum voru Borgnesingar með boltann og Hamarsmenn einu stigi yfir, 73-74.
Hafþór Ingi fékk það vandasama hlutverk að taka síðasta skotið. Hann lék á Lárus Jónsson og tók skot úr góðu færi þegar um 5 sekúndur voru eftir, en honum brást bogalistin og Hamarsmenn fengu boltann. Nú voru góð ráð dýr, Hamar tók leikhlé og menn ræddu málin. Kenneth Webb þjálfari Skallagríms ákvað að pressa gerstina í von um að þeir myndu vinna boltann. Það skilaði sér, sendingin úr innkasti Hamarsmanna var slök og Raed Mustafafa reyndi í örvæntingu sinni að halda boltanum inná, og náði að blaka honum til Áskells Jónssonar, leikmanns Skallagríms. Áskeli brást ekki bogalistin, hann keyrði inn í teig, tók skotið sallarólegur og smellti honum ofan í, 75-74. Þá var aðeins ein sekúnda eftir af leiknum og gestirnir náðu ekki að skora á þeim tíma.
{mosimage}
Ótrúlegar lokamínútur í Borgarnesi og hetja kvöldsins var án efa Áskell Jónsson, sem spilaði mjög vel heilt yfir í leiknum og sýndi úr hverju hann er gerður þegar reynir á. Darrel Flake og Miliocija Zekovic voru báðir mjög góðir sömuleiðis. Hafþór Ingi kom sterkur inn af bekknum ásamt Pálma. Axel, Óðinn og Pétur Már stóðu sömuleiðis fyrir sínu, þó svo að oft hafi sést betri sóknarleikur í Borgarnesi. Marvin Valdimarsson og Bojan Bojovic voru bestir hjá Hamri í kvöld, ásamt George Byrd
Tölfræði leiksins
Tekið af www.skallagrimur.org
Myndir: Svanur Steinarsson



