spot_img
HomeFréttirEinar Árni: Tvö mikilvæg stig í boði

Einar Árni: Tvö mikilvæg stig í boði

15:11 

{mosimage}

 

(Einar Árni er hann undirritaði þjálfarasamning sinn við Blika í sumar) 

 

Breiðablik tekur á móti Haukum í 1. deild karla í kvöld í Smáranum í Kópavogi og hefst leikur liðanna kl. 19:15. Einar Árni Jóhannsson þjálfari Blika gerir ráð fyrir hörkuleik í kvöld en Blikar hófu leiktíðina af krafti er þeir skelltu Reyni 87-111 í Sandgerði í 1. umferð. Tekst Einari og Blikum að halda uppteknum hætti í kvöld?

 

,,Mér líst vel á slag kvöldsins. Breiðablik hefur ekki átt velgengni að fagna gegn Haukum síðustu ár og það eru tvö mikilvæg stig í boði í kvöld sem við förum grimmir á eftir,” sagði Einar í samtali við Karfan.is

 

,,Haukarnir eru ungir og ferskir og stóðu sig vel gegn Val í fyrstu umferð og ég býst bara við hörkuleik. Deildin er mun jafnari og betri en oftast áður svo það er bara mikil spenna fyrir framhaldinu. Þeir Marel og Siggi Einars hafa verið að spila vel og svo eru þeir með nagla eins og Gunnar Birgi í teignum,” sagði Einar en hver er staðan á Blikahópnum í dag?

 

,,Við erum nálægt því að vera fullmannaðir. Jónas Pétur Ólason er þó enn að vinna að endurkomu eftir að hafa slitið hásin í fyrra enþað er töluvert í að hann verði leikfær.”

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -