00:16
{mosimage}
Valur tók á tók á móti Þór Þorlákshöfn í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Leikurinn spilaðist nokkuð jafn en Þórasara höfðu þó frumkvæðið alveg fram undir lok þriðja leikhluta. Valsarar náðu að skriða frammúr og stela sigrinum á lokamínum leiksinns. Þeir unnu leikinn því með 4 stigum, 83-79. Stigahæstur hjá Val var Hörður Helgi Hreiðarsson með 22 stig, næstir voru Ragnar Gylfason með 14 stig og Alexander Dungal með 13 stig. Hjá Þór var Hallgrímur Brynjólfsson stigahæstur með 23 stig, næstir voru Tom Port með 16 stig og Grétar Erlendsson með 13 stig.
Leikmenn Þórs sýndu það strax á fyrstu mínum leiksinns að þeir höfðu ekki komið á hlíðarenda til að gefa nokkuð eftir og sýndu á köflum ótrúlega hæfni fyrir utan þriggja stiga línuna, en Hallgrímur Brynjólfsson virtist ekki þurfa mörg skot til að hita upp skothöndina en hann skoraði 10 stig í fyrsta leikhluta. Valsarar lentu strax í eltingaleik því þeir áttu fá svör við heitum Þórsurum. En gestirnir leiddu eftir fyrsta leikhluta með 9 stigum, 17-26.
{mosimage}
Annar leikhluti spilaðist nokkuð líkt og sá fyrsti og enn áttu Valsmenn fá svör við stórskotahríð Þórsara en þeir skutu 9 þriggja stiga skotum ofaní körfuna í fyrri hálfleik sem telur 27 stig af 49 stigum þeirra í hálfleiknum. Valsmenn héldu sér þó inní leiknum með baráttu en þeir voru langt frá því að vera jafn heitir og kollegar þeirra í Þór. Í hálfleik stóðu tölur 40-49 fyrir gestunum. Stigahæstir voru þá títtnefndur Hallgrímur Brynjólfsson með 16 stig og þar af 4 þriggja stiga körfur fyrir Þór en Hörður Hreiðarsson með 13 stig.
Þór náði forskoti sínu mestu í byrjun þriðja leikhluta í stöðunni 45-57 þegar 4 minútur voru liðnar af leikhlutanum þegar Valsmenn byrjuðu að minnka forskotið smám saman. Þegar mínutu lifði af þriðja leikhluta höfðu þeir náð muninum niður í 5 stig, 59-64 og náði því niður i 3 stig þegar flautan gall, 61-64.
{mosimage}
(Hörður Hreiðarsson var stigahæstur hjá Val í kvöld)
Fjórði leihluti var án nokkurs vafa sá líflegast í leiknum en þá náðu valsmenn forystu í fyrsta skiptið í leiknum í stöðunni 78-76 þegar 3 mínútur eftir lifðu. Fram að því hafði Þór haldið í 2-4 stiga forskot. Sigurður Tómasson kom virkilega sterkur inní leikinn í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í að valsmönnum tókst að minnka niður forskotið á lokamínutunum en hann stal 7 boltum í leiknum og skoraði 9 stig.
Það var varnaleikur Valsmanna sem skilaði þeim stigunum tveimur í kvöld en þeir voru heppnir að ekki fór ver hjá þeim í kvöld.
myndir: Gísli Ólafsson og [email protected]
Gísli Ólafsson – [email protected]



