00:59
{mosimage}
(Hlynur Bæringsson fékk tækifæri til að klára leikinn í blálokin)
Keflavík tyllti sér á topp Iceland Express-deildar karla í kvöld með góðum sigri á Snæfell í Hólminum 109-113 eftir framlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 99-99. Hlynur Bæringsson fékk tækifæri til að klára leikinn í venjulegan leiktíma en hann geigaði á tveimur vítaskotum þegar tæpar 15 sekúndur voru eftir af leiknum og því þurfti að framlengja.
Í framlengingunni reyndust Keflvíkingar sterkari og eru þeir taplausir eins og frændur þeirra úr Njarðvík með fjögur stig eftir tvo leiki.
Stigahæstur hjá Keflavík var Tommy Johnson með 31 stig.
Hjá Snæfell voru þrír stigahæstir með 21 stig, Sigurður Þorvaldsson, Justin Shouse og Hlynur Bæringsson.
Bein textalýsing var af leiknum á Stykkishólmspósturinn.is.
mynd: [email protected]



