spot_img
HomeFréttirValssigur í Höllinni(Umfjöllun)

Valssigur í Höllinni(Umfjöllun)

00:47

{mosimage}
(Jason Harden og Gunnlaugur Elsuson að kljást í leiknum)

Valur sigraði Ármann/Þrótt í æsispennandi leik í kvöld í 1. deild karla þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins.

Ármann/Þróttur skoraði fyrstu tvö stig leiksins en Valur svaraði strax með tveimur þriggja stiga körfum frá Steingrími Ingólfssyni. Liðin skiptust á að skora og var staðan eftir fyrsta leikhluta 25-21 fyrir Ármann/Þrótt. Valur byrjaði 2.leikhluta með tveimur þriggja stiga körfum líkt og þann fyrsta og náðu að komast yfir 25-27 strax eftir 3 mínútur. Hart var barist í leikhlutanum og mikil áhersla á vörn og því var lítið skorað en það var Ármann/Þróttur sem skoraði síðustu stig leikhlutans og voru því yfir 39-36 í lok fyrri hálfleiks.

{mosimage}
(Jason Harden öflugur í vörninni)

Sæmundur Oddson byrjaði seinni hálfleikinn af krafti fyrir Ármenninga og skoraði fyrstu 5 stigin fyrir Ármann. Valur braut oft klaufalega snemma í leikhlutanum og eyddu því Ármenningar miklum tíma á vítalínunni og fengu auðveld stig þaðan og með 3ja stiga körfu frá Davíð Ragnarssyni og góðri körfu frá Ásgeiri Hlöðverssyni komst Ármann 9 stigum yfir og staðan 53-44 fyrir Ármann og 4 mínútur eftir af 3ja leikhluta. Þá kom að vendipunkti leiksins, Ásgeir fékk dæmda á sig villu og mótmælti henni harðlega sem endaði með því að hann fékk tæknivillu. Valur fékk því 4 víti og boltann. Settu þeir öll vítin niður og fengu svo aftur víti í sókninni á eftir og staðan því allt í einu orðin 53-50 fyrir Ármann. Valur pressaði stíft eftir þetta og stemninginn öll þeirra megin og skoruðu þeir síðustu körfu leikhlutans og voru yfir 57-58 í lok þriðja leikhluta.

{mosimage}
(Hörður Hreiðarsson að fara skora sigurkörfu leiksins)

Steinar Kaldal byrjaði 4.leikhluta af krafti og kom Ármann yfir strax á fyrstu mínútu leikhlutans. Síðan skiptust liðin á að skora og þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan 66-66 eftir að Gunnlaugur Elsuson, þjálfari Ármanns, hafði jafnað með 3ja stiga körfu. Valur komst síðan þrem stigum yfir með körfu frá Guðmundi Kristjánssyni en Ármann svaraði með 4 vítum.  Þegar aðeins ein mínúta var til leiksloka skorar Alexander Dungal 3ja stiga körfu en Gunnlaugur svaraði um hæl fyrir Ármann og Ármann einu stigi yfir. Í næstu sókn fær Hörður Hreiðarsson 2 víti en setur aðeins það seinna niður og leikurinn jafn 76-76. Steinar Kaldar keyrir upp völlinn og var brotið á honum og fékk hann 2 víti en klikkaði á báðum. Síðan fær Gunnlaugur 2 víti fyrir Ármann en hittir aðeins úr því síðara og staðan 77-76 fyrir Ármann. Valsmenn taka leikhlé og stilla upp frá miðju og boltinn berst inn í miðjan teig á Hörð Hreiðarsson sem tekur góða gabbhreyfingu og leggur boltann örugglega ofan í körfuna. Aðeins 5 sekúndur eftir og Ármenningar taka leikhlé, taka síðan boltann inn frá miðju en 3ja stigaskot Ármenninga klikkaði og það voru því Valsmenn sem sigruðu í hörku leik.

{mosimage}
(Guðmundur Kristjánsson)

Bestur í liði Valsmanna var Alexander Dungal sem var með 25 stig og 11 fráköst. Hörður Hreiðarsson var einnig sterkur á seinustu mínútunum en hann skoraði síðustu 3 stig Vals, þar á meðal sigurkörfuna. Ragnar Gylfasson spilaði einnig mjög vel og var með 15 stig og nýtti sín skot vel.

Hjá Ármann/Þrótt var Steinar Kaldal að spila vel en hann var með 12 stig, 9 stolna, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Ásgeir Hlöðversson var með 17 stig og 7 fráköst og Gunnlaugur Elsuson og Sæmundur Oddsson með 16 stig hver.

Myndir: Snorri Örn Arnaldsson og Emil Örn Sigurðarson

texti: Bryndís Gunnlaugsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -