spot_img
HomeFréttirMá ekkert hreyfa sig fyrstu 10 dagana

Má ekkert hreyfa sig fyrstu 10 dagana

17:37

{mosimage}

Sara Pálmadóttir leikmaður Íslandsmeistara Hauka mun ekki leika með Haukaliðinu næstu vikurnar en hún þarf að fara í aðgerð vegna kviðslits. Sara sem er 22 ára hefur verið í byrjunarliði Hauka að undanförnu og því ljóst að þetta er mikill missir fyrir Hafnarfjarðarliðið.

Sara sagði í samtali við Karfan.is að hún hafi fundið til í meira en ár en fyrst núna var verið að greina vandamálið. ,,Ég held að þetta hafi gerst í október í fyrra en læknarnir fundu aldrei út hvað var að mér fyrr nú. Þeir héldu að þetta væru bólgur í sinum í náranum,” sagði Sara en hún fer í aðgerð á þriðjudag. ,,Ég má ekkert hreyfa mig fyrstu 10 dagana eftir aðgerð en að þeim loknum get ég farið í vinnuna.” Þegar liðinn er mánuður frá aðgerðinn getur hún hafið æfingar á ný en þangað til þarf hún að vera þolinmóð á hliðarlínunni. 

mynd: Emil Örn Sigurðarson

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -