spot_img
HomeFréttirNBA: Bryant með 45 stig í tapleik Lakers

NBA: Bryant með 45 stig í tapleik Lakers

9:00

{mosimage}

Keppnistímabilið í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik hófst í nótt með þremur leikjum. Meistarar San Antonio Spurs lagði Portland, 106:97, LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Houston, 93:95 og Utah vann góðan útisigur á Golden State, 117:97.

 

Kobe Bryant fór á kosum gegn Houston en það dugði ekki til. Bryant skoraði 45 stig í leiknum en hjá Houston var Tracey McGrady atkvæðamestur með 30 stig og Kínverjinn Yao Ming skoraði 25 stig og tók 12 fráköst.

Tim Duncan skoraði 24 stig og tók 13 fráköst fyrir meistarana í San Antonio Spurs og næstur kom Tony Parker með 19 stig. Fyrir leikinn skrifaði Duncan undir nýjan tveggja ára samning við Spurs og er hann nú samningsbundinn félaginu til 2012.

www.mbl.is

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -