22:13
{mosimage}
Randers Cimbria (2-5) vann sinn fyrsta sigur í langan tíma í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið tók á móti BK Amager og vann 77-65. Þess má geta að þjálfari BK Amager er Jesper Sörensen fyrrum leikmaður KR.
Helgi Freyr Margeirsson byrjaði leikinn fyrir Randers en lenti fljótt í villuvandræðum og endaði leikinn með 2 stig á 6 mínútum.
Darrell Lewis skoraði 20 stig fyrir Coopsette Rimini (3-2) sem vann Aget Service Imola á heimavelli í ítölsku A2 deildinn í kvöld 90-73. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik og í staðan í hálfleik var 44-44, Rimini skoraði 29 stig gegn 20 í þriðja leikhluta og stakk svo af í lokin.
Mynd: www.basketligaen.dk



