10:45
{mosimage}
Ismail Muhammed treður boltanum í Stjörnuleiknum í janúar
Ismail Muhammed sem lék með Keflavík í fyrra var í gær valinn af Utah Flash í NBA D-league sem er nokkurs konar þróunardeild fyrir NBA og t.d. voru 18 leikmenn sem spiluðu í deildinni í fyrra valdir í NBA í haust.
Í deildinni eru 14 lið og hefst keppnin í lok nóvember.
Þess má geta að Utah Flash valdi einnig fyrrverandi leikmann Bakken Bears, Michael Cuffee.
Þá var Derrick Stevens sem lék með Stjörnunni í fyrra og hitti fyrra valinn af Idaho Stampede í valinu í gær.
Mynd: [email protected]



