spot_img
HomeFréttirGóður leikur hjá Jóni Arnóri

Góður leikur hjá Jóni Arnóri

20:43

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson átti enn einn prýðisleikinn þegar lið hans Lottomatica Roma (5-3) sótti Benetton Treviso heim og landaði sigri 89-83. Benetton leiddi eftir fyrsta leikhluta 27-20 en Roma vann annan leikhluta 31-20 og hélt þeirri forystu það sem eftir var.

 

Jón Arnór kom af bekknum hjá Roma og skoraði 14 stig og tók 5 fráköst á 23 mínútum.

Coopsette Rimini (3-3) tapaði naumlega fyrir Pepsi Caserta í ítölsku A2 deildinni 79-77 á útivelli. Darrell Lewis var stigahæstur Riminimanna með 18 stig auk þess sem hann tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Herlev (5-2) sem Einir Guðlaugsson leikur með sigraði ALBA í dönsku 1. deildinni í dag 77-65. Einir lék ekki með í dag vegna meiðsla en hann vonast til að hefja æfingar í næstu viku.

Kevin Grandberg og lærisveinar í Glostrup (3-4) töpuðu fjórða leiknum í röð í dönsku 2. deildinni þegar þeir lágu fyrir Holbæk á heimavelli 93-100.

Mirko Virijevic var stigahæstur hjá Bayern Munchen (5-1) sem vann 1. FC Franken Brau Baunach 83-75 í þýsku Regionalligaen.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -