spot_img
HomeFréttirJón Arnar: Verkefni sem við ráðum við

Jón Arnar: Verkefni sem við ráðum við

21:02

{mosimage}

Bikarmeistarar ÍR hefja titilvörnina á leik við 2. deildarlið Mostra. Jón Arnar Ingvarsson þjálfari bikarmeistaranna sagði í léttu spjalli við Karfan.is sínir menn verði að mæta með rétta hugarfarið í leikinn gegn Mostra.

Hvernig líst þér á að mæta Mostra? Er það ekki formsatriði að klára þann leik?
Veit nú ekkert um Mostra, eigum eftir að senda njósnateymið að kortleggja þá. Það ber náttúrulega að taka alla andstæðinga alvarlega og mæta með rétt hugarfar til leiks. En ég ætlast auðvitað til þess að þetta sé verkefni sem við ráðum vel við.

Ekkert lið í IE deildinni mætist í 32 liða úrslitum, gætum við fengið mögnuð 16 liða úrslit?
Já, það ætti þá að vera nokkuð víst að um nokkuð marga hörkuleiki verður að ræða. Deildin er með það mörg sterk lið að heimaleikir koma til með að vera hálfgerður lottóvinningur.

Að vinna bikarinn í Höllinni, getur þú gefið lesendum smá nasaþef af því hvernig sú upplifun sé?
Það er mjög þægileg upplifun, þegar menn uppskera slíkan árangur þá hafa menn lagt mjög mikið á sig um langt skeið sem gerir tilfinninguna sérlega ljúfa. Þetta er einskonar fullnæging þegar menn hafa staðið lengi…….vaktina.

Á að koma sér aftur í Höllina þetta árið?
Já, að sjálfsögðu er það markmiðið. Til þess þá þurfa margir hlutir klárlega að ganga upp. Hef hins vegar fulla trú á að við getum nýtt reynslu síðasta vetrar í þessum leikjum og endurtekið leikinn.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -