spot_img
HomeFréttirArnþór: Ætlum að gera okkar besta

Arnþór: Ætlum að gera okkar besta

10:15 

{mosimage}

 

(Arnþór Pálsson) 

 

Mostri frá Stykkishólmi mun mæta bikarmeisturum ÍR í 32 liða úrslitum Lýsingarbikarsins síðar í þessum mánuði. Samkvæmt pappírunum ætti leikurinn sem fram fer í Hólminum að vera leikur kattarins að músinni. Arnþór Pálsson er í forsvari fyrir Mostra og líst honum ágætlega á það að mæta ríkjandi meisturum. Arnþór er raunsær og segir að Mostramenn ætli sér að halda í við ÍR framan af leik. Þetta verður í fyrsta sinn sem Mostri mætir úrvalsdeildarliði.

 

Hvernig líst þjálfaranum svo á að mæta bikarmeisturum ÍR í 32 liða úrslitum? 

Mér líst bara ágætlega á þetta. ÍR aðeins búnir að ströggla í byrjun tímabils, búnir að skipta um útlendinga og svona. Nei svona án nokkurs grín þá verður þetta bara gaman að mæta þessum gaurum úr úrvalsdeild. Fyrsta skipti sem við spilum við úrvalsdeildarlið. 

Þetta verður þungur róður en gætuð þið komið á óvart?

Já, þetta verður frekar erfiður leikur og ætlum við bara að gera okkar besta og hafa gaman af þessu. Við ætlum allavega að reyna að halda í þá svona framan af fyrsta leikhluta. Við erum nú að vonast til að geta gert betur en í síðasta leik hjá okkur í bikarnum í fyrra, sem var á móti strákunum í FSU sem mörðu okkur með rúmlega 100 stigum. En við teljum okkur vera betri en það.

 

 

Þið eigið heimaleikinn, verður ekki fullt út úr dyrum? 

Jú við erum að vona það. Fólkið hérna er búið að vera frekar duglegt að mæta á leiki hjá okkur. Ætli við bjóðum ekki bara uppá eithvað skemmtilegt lotterí til að fjölga í húsinu. 

Hvernig vildi það til að Mostri komst á legg og hver eru ykkar framtíðarmarkmið í boltanum?

 

Nokkrum mánuðum fyrir síðasta tímabil voru nokkrir strákar alveg að verða vitlausir á því að geta ekki spilað neinn bolta yfir veturinn, þannig þeir fóru að hugsa um hvort þetta væri ekki hægt. Félagar okkar í bænum sem eru margir héðan úr Hólminum stofnuðu 2.deildar liðið Brokey fyrir nokkrum árum þannig þeir sáu það að þetta var hægt. Þeir framkvæmdu þetta bara og fengu nafnið hjá golfklúbbnum hérna í Stykkishólmi lánað og Mostri varð til. Aðal markmið okkar með þessu er nú bara að gefast ekki uppá þessu og halda áfram og ef allt gengur frábærlega er aldrei að vita nema við komumst upp í 1.deild á næstu árum. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -