spot_img
HomeFréttirGranger og McGrady leikmenn vikunnar í NBA

Granger og McGrady leikmenn vikunnar í NBA

12:28 

{mosimage}

 

(Tracy McGrady er að finna sig vel í upphafi leiktíðar í Bandaríkjunum) 

 

Þeir Danny Granger leikmaður Indiana Pacers og Tracy McGrady leikmaður Houston Rockets hafa verið valdir leikmenn vikunnar í NBA deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem Granger er útnefndur leikmaður vikunnar.

 

Aðeins í annað sinn í sögu Indiana Pacers hefur félagið unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu og í þeim leikjum var Granger með 22,7 stig, 8,7 fáköst og 1,7 stolinn bolta að meðaltali í leik. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn á þremur árum Granger í deildinni sem hann gerir 20 stig eða meira í þremur leikjum í röð.

 

McGrady þarf vart að kynna enda einn af elítuleikmönnum deilarinnar. Hann var með 32,3 að meðaltali í þremur leikjum og setti m.a. 47 stig á Utah Jazz í útisigri Rockets. Houston hafa eins og Dallas unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu. Þeir máttu þó sætta sig við að lúta í lægra haldi gegn grönnum sínum í Dallas Mavericks í nótt þar sem McGrady gerði 35 stig og gaf 8 stoðsendingar.

 

[email protected]

 

Mynd/Photo: AP

Fréttir
- Auglýsing -