spot_img
HomeFréttirHaukar B enn taplausar í 1. deild kvenna

Haukar B enn taplausar í 1. deild kvenna

15:54

{mosimage}

 

(Barist í teignum) 

 

Leikur Hauka B og Þórs byrjaði aðeins of seint þar sem dómararnir mættu ekki á réttum tíma en þegar leikurinn hófst var ljóst að bæði lið voru tilbúin og skiptust liðin á að skora en það voru Haukastelpur sem skoruðu síðustu fimm stigin og leiddu 22-13 eftir fyrsta leikhluta. Þór stelpur mættu mjög ákveðnar til leiks í 2.leikhluta og náðu að minnka muninn niður í 5 stig fyrir hálfleik, 39-35.

 

Haukastelpurnar mættu tilbúnar í þriðja leikhluta og gerðu út um leikinn í þeim leikhluta sem þær unnu 25-8 og staðan orðin 64-43. Þór stelpur héldu áfram að berjast í seinasta leikhlutanum og náðu að laga muninn aðeins og minnkuðu muninn niður í 10 stig rétt fyrir leikslok en Guðbjörg Sverrisdóttir í Haukum skoraði tvo þrista í lok leiksins og endaði leikurinn 80-66 fyrir Hauka-b

 

Stigahæstar í liði Hauka B var Guðbjörg Sverrisdóttir með 18 stig (5 stolnir og 8 fráköst), Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 12 stig (22 fráköst og 5 stoðsendingar) og Heiðrún Jónsdóttir með 10 stig.

 

Hjá Þór var Rut Konráðsdóttir stigahæst með 15 stig (7 stolna), Anna Þorsteinsdóttir með 11 stig (13 fráköst) og Margrét Albertsdóttir með 11 stig (14 fráköst og 6 stoðsendingar)

 

Texti og myndir:

Bryndís Gunnlaugsdóttir

 

{mosimage}

(Á línunni)

Fréttir
- Auglýsing -