spot_img
HomeFréttirNCAA farið af stað

NCAA farið af stað

12:19

{mosimage}

SI spáir því að stóri Roy Hibbert (Georgetown) verði feitasti bitinn í næsta nýliðavali NBA.

 

 

Nú er bandaríski háskólaboltinn farinn af stað. Í ár eiga Íslendingar tvo leikmenn í efstu deild kvenna (NCAA division one). Síðustu fréttir af Helenu og Maríu benda til þess að þær eigi eftir að gera mjög góða hluti úti, þótt þær teljast vera nýliðar.

 

 

Vefútgáfa Sportsillustrated leggur mikla vinnu í það að fylgjast með háskólakörfunni. Á tenglinum hér fyrir neðan má finna spá þeirra fyrir þetta keppnistímabil og þar velja þeir tuttugu bestu karlaliðin. Með því að smella á nöfn liðanna, má finna ítarlega umfjöllun um hvert og eitt lið. Það eru góðkunningjar sem eru í tveim fyrstu sætunum, North Carolina og UCLA.

 

http://sportsillustrated.cnn.com/basketball/ncaa/specials/preview/2007/scouting.reports/index.html?eref=T1

 

Á vef þeirra er einnig ágæt umfjöllun (myndir og texti) um þá leikmenn sem þeir halda að eigi eftir að stimpla sig inn meira inn en aðrir í vetur. Þeir flokka þessa leikmenn eftir stöðum og hvort þeir eru á elsta ári eða nýliðar. Ef greining SI er rétt þá verður NBA-nýliðavalið súrt næsta sumar. SI er þó jákvæðara gagnvart nýliðinum, að þeirra mati eru besti nýliðarnir:

 

  • Michael Beasley (Kansas State)
  • Derrick Rose (Memphis)
  • Kevin Love (UCLA)
  • Eric Gordon (Indiana)
  • O.J. Mayo (USC)

SI er mjög spennt yfir Michael Beasley og varpa því fram að hann gæti verið með svipaðar tölur og Kevin Durant var með á fyrsta ári (26 stig og 11 fráköst á leik). Karfan.is minnir körfuknattleiksmenn á að stjónvarpsstöðin NASN sýnir fjölmarga leiki úr háskólakörfunni í hverri viku, bæði beint og á ská. Margir beinu leikirnir eru á kristilegum tíma t.d. fyrir svenftíma venjulegs fólks á sunnudögum. Þessa stöð er hægt að nálgast hjá hinu ágæta fyrirtæki Símanum fyrir sanngjarnan pening.

[email protected]

Mynd: SI

Fréttir
- Auglýsing -