8:23
{mosimage}
Páll Axel var stigahæstur Grindvíkinga
Grindavík ætlar ekki að gefa Keflvíkingum neitt eftir og heldur áfram að halda í við þá eftir leiki kvöldsins með sigri á Fjölni í Grafarvogi 84-90 . Þar sem Fjölnismenn voru með tvo nýja leikmenn þá Terrance Herbert og Anthony Drejaj sem koma inn eftir brotthvarf Sovic og Pavlovic. Tvö skemmtileg lið að sjá þetta kveldið.
Leikurinn fór hægt af stað og varnir liðanna settar framar öðru. 1 hluti var jafn og enginn meira afgerandi en annar þó að Fjölnismenn ætluðu sér greinilega stig út úr leiknum og voru ekki tilbúnir að leggja ára í bát, eins og Níels Dungal sem var með 11 stig í 1.hluta og þar af 3 þrista.
Þorleifur Ólafsson uppskar fögnuð sinna manna með 2 troðslum og þrist í 2.hluta og reyndi að kveikja í sínum mönnum í Grindavík sem gengu á lagið og jöfnuðu lekinn 27-27 eftir 4 mín. Fjölnismenn voru ekki á því að gefa neitt eftir og með baráttu áttu Grindvíkingar ekki auðvelt með að komast auðveldega fram úr Fjölni sem settu leikinn strax í 34-27 . Grindavík settu í gír og voru komnir með forskot í leikhlé 37-40. Liðin nokkuð jöfn og skiptust á skin og skúrir hjá báðum.
Grindvíkingar voru greinilega búnir að átta sig á hlutunum í leikhléi og byrjuðu með látum 8-0 eftir rúman mínútu leik þegar Bárður þjálfari Fjölnis tók leikhlé til koma hlutunum í lag í vörninni eins og hann leggur ávallt mikla áherslu á og kemur þá ágætis baráttukafli Fjölnismanna en dugar lítið gegn sterkum Grindvíkingum sem með öguðum leik nutu þess að halda og stjórna leiknum. Fjölnismenn létu boltann ganga vel en áttu erfitt með að elta. Eftir barning í teignum í 3.hluta lendir Kristinn Jónasson illa á öxlinni og stöðvast leikurinn örlítið vegna þess, en drengurinn er hraustur og tók smá hvíld og virtist ekkert alvarlegt hafa komið uppá. Undir lok 3.hluta eru Grindvíkingar að pressa og taka sóknarfráköst sem nýtast vel og er gott dæmi eitt atvik þar sem Drejaj missir boltann í hendur Þorleifs eftir pressu sem reynir troðslu en Drejaj brýtur og Þorleifur fær víti sem hann setur annað ofaní.
4. hluti byrjaði með stórskotaliði Grindavíkur og gengu þeira á lánleysi Fjölnismanna 1.mínútuna eins og nákvæm kópía af 1.mínútu 3.hluta og tóku 7-0 . Eftir 2.mín leik í 4.hluta klikkaði þessi líka fína klukka í annað sinn í leiknum, en áður var að þegar 2 sek voru eftir í 2.hluta. Ný klukka var sett upp í September og voru einhverjar mínútur í bið vegna útsláttar í henni. Leikurinn hélt svo áfram og voru Páll Axel, Griffin og aðrir í Grindavíkurliðinu staðráðnir í að sýna að þeir eru eitt af toppliðum deildarinnar og þegar 5 mín voru eftir voru þeir komnir með þægilega 17 stiga stöðu 63-80.
Það var eins og Grindvíkingum þætti þetta of þægileg staða og þeir gætu skellt sér í Lazy-boyinn bara þegar Fjölnismenn tóku rosalega rispu með fantavörn, 7-8 stolnum boltum og staðan varð snarlega komin í 3 stig 84-87 þegar 20 sek voru eftir og flottur karakter hjá Fjölni. Það áttu allir sem voru inná í það skiptið sínar rispur. Karlton Mims setti 12 stig á þessum kafla og voru Níels og Helgi og Tryggvi að setja niður þrista og dúndurstemmari á liðinu. 84-89 var staðan þegar Grindavík setur 2 og 10 sek eftir þegar virðist brotið sé á Drejaj hjá Fjölni í 3 stiga skoti en dómarinn sá það best manna og dæmdi ekkert og of lítið eftir til að klára góða endurkomu og eftir eitt víti niður hjá Páli Axel var lokastaðan 84-90 fyrir sterkt lið Grindavíkur.
Hjá Fjölni voru nýju mennirnir á bekknum til að byrja með en komu meira inní leikinn í 2. hluta. Drejaj var virkur, hreyfanlegur og virtist komast betur inn í leik liðsins en Terrance og skoruðu þeir sín hvor 6 stigin og tók Terrance 7 fráköst og eru þeir rétt að átta sig á nýju umhverfi. Gott er að hafa Níels með sér í liði og er hann ávallt drjúgur með 21 stig. Karlton Mims var frekar slakur að mínu mati og mistækur í fyrstu 3 hlutunum og munar um að hann leiki vel en hann skoraði 21. stig þar af 12 í 4.hluta, tók 6 fráköst flest í 4.hluta. Kristinn hef ég séð betri en hann tók niður 7 fráköst.
Grindvíkingar geta dottið í að vera fullhlaðinn trailer niður brekku og óstöðvandi með yfivegaðann leik. Páll Axel er lykilleikmaður algjör og setti 20 stig, 6 fráköst og 4 stoð. Jonathan Griffin var með 19 stig, 5 fráköst og 7 tapaða bolta, Þorleifur kom sterkur inn fannst mér með baráttu setti 13 stig, 7 fráköst og 6 stoð. Hef séð hinn skemmtilega Igor Beljanski atkvæðameiri en hann setti 10 tók 7 fráköst.
Símon B. Hjaltalín
Mynd: www.vf.is



