spot_img
HomeFréttirFjölnir með góða ferð í Hólminn(Umfjöllun)

Fjölnir með góða ferð í Hólminn(Umfjöllun)

02:08

{mosimage}
(Kristinn Jónasson og Haukur Pálsson í Fjölni voru ánægðir í leikslok)

Það var kátt í Fjárhúsinu í dag því Bárður Eyþórsson var að koma með lærisveina sína, strákana úr Fjölni, í sinn gamla heimabæ Stykkishólm til að mæta sínum gömlu lærisveinum í Snæfelli. Í fyrsta sinn frá því Bárður tók við nýju liði á síðasta tímabili kemur hann í Hólminnn. Hann byrjaði með ÍR sem fóru í Hólminn eftir að Bárður fór frá þeim til Fjölnis og voru Fjölnismenn svo búnir að fara í Hólminn áður en Bárður tók við. Það er svo að hætti bæjarbúa í Hólminum að þeir taka vel á móti Bárði og Fjölnismönnum þetta kveldið. Liðin hafa mæst 9 sinnum í efstu deild og úrslitakeppni. Fjölnir vann fyrstu viðureign liðanna 2. des 2004 100-81 og síðan hafa Snæfellingar tekið hina 8 leikina. 

Þegar leikar hófust var Magni Hafsteinsson kominn á bekkin hjá Snæfelli og í lið Fjölnis vantaði Hjalta Vilhjálmsson hinn sterka. Leikurinn fór hægt af stað og reyndist Snæfellsmönnum erfitt að koma boltanum í en eftir 3. mín fóru fyrstu stigin ofaní. Eftir lánleysi algjört þá fóru hjólin að snúast og menn gáfu í og 1. leikhlutinn jafn 17-17

 

Mikil barátta einkenndi leikinn sem var mikið í járnum, hraði og fastar varnir beggja liða. Leikmenn Snæfells virtust ekki sætta sig við að elta og Fjölnismenn voru tilbúnir að selja sig dýrt til að sækja stig á Snæfellsnesið. Enginn einn var að gera einhverjar rósir í fyrri hálfleik þó Mims hjá Fjölni hafi tekið sig til og leitt liðið ásamt baráttu í Drejaj og Kristni sem reyndar var kominn með 3 villur. Snæfellingar voru heldur lánlausir í lok 2.hluta og misstu boltann oft og Fjölnir gekk á lagið en staðan var nú samt bara 34-37 í leikhléi og spurning á vörum áhorfenda hvort 3 stiga flautukarfa Magna Hafsteins kveiki í sínum mönnum.

 

Jafn erfitt reyndist Snæfellingum að koma boltanum í og fyrstu stigin koma eftir 3 mín líkt og í 1. hluta. En þeir vildu sitt líka og komust yfir í fyrsta sinn eftir 6 mín 42-41 og ásetningsvilla sem og hans 4 dæmd á Kristinn sem var að pirra sig eitthvað á Katholm sem setti bæði ofaní. Liðin skiptust á að leiða í 3. hluta og mikill hraði og barátta orðin í báðum liðum sem voru að gera mjög jafnt mót í þessum leik. Staðan 50-50 og 4. hluti eftir.

{mosimage}
(Sigurður Þorvaldsson)

 

54-60 var staðan eftir 6 mín leik og varnir beggja liða sterkar en hittni verulega slök og hvorki gengur né rekur hjá hvorugu liðinu þá sérstaklega Snæfellingum sem segir sína sögu um gang leiksins og Hlynur stigahæstur með 10 á þessum tímapunkti en Drejaj með 12 hjá Fjölni. Þegar um 1 og ½ mín var eftir voru Fjölnismenn komnir í 55-66 og lítið gekk hjá Snæfelli sem missti boltann mikið og hitti ekkert.  Hlynur fór útaf með fimm villur og einnig Anthony Drejaj þegar um mínúta var eftir og Snæfellingar gerðu lítið annað en að salla að sér villum og Fjölnismenn héldu vel haus og kláruðu sína dagskipun vel í lokin og tóku þennan leikhluta 23-9 og gerði Bárður góða ferð í sunnudagssteikina í Hólminn, lokatölur 59-73 fyrir Fjölni.

 

Leikurinn var ekki mikið áferðafagur  og allur sóknarleikur Snæfellsmanna í molum. Einnig er ekki sjálfgefið að lið komi í Hólminn og haldi þeim í 59 stigum en það gerðu Fjölnir í kvöld með sterkri vörn og var Bárður mjög ánægður með leik sinna manna. Snæfellingar voru frekar slakir hreint út sagt og 4 þristar ofan í af 20 og hittnin slök almennt, leikgleðin var ekkert að fara með menn en hjá Snæfelli var Hlynur að berjast best og var með 10 stig og 14 fráköst, Justin var skuggin af sjálfum sér miðað við 31 stig í síðasta leik og setti þau 14 núna og var ásamt Sigga með 9 tapaða bolta en Siggi var með 6 stig og hefur þessi gríðar sterki leikmaður átt betri daga.

{mosimage}
(Anthony Drejaj)

 

Fjölnismenn voru fagnandi hverri körfu og vissu kannski fyrirfram að þeir yrðu að taka á því ef þeir ætluðu sér stig. Vörnin var föst fyrir og höfðu þeir sigur aðallega vegna þolinmæði og þrautseigu í vörn. Karlton Mims var kominn til baka eftir slakt gengi í 3 hlutum síðasta leiks og var atkvæðamestur með 21 stig. Nýju strákarnir eru að slípast og var Terrence Herbert með 13 stig og 9 fráköst og 5 stolna bolta. Anthony Drejaj er að koma með hraða í leikinn ásamt Mims og setti 12 stig, 7 fráköst, 5 stoð. Og ljóst er að Bárður er með hörkustráka í höndunum sem ekki ætla að gefa neitt eftir í deildinni í vetur. En Snæfellingar þurfa greinilega að grafa dýpra eftir 2 töp núna í röð og ekki nokkur spurning að eftir þennann leik þá bíta þeir rækilega frá sér og sína klærnar í næstu leikjum.

 

Tölfræði leiksins

Textalýsing hjá Stykkishólmspóstinum

texti og myndir: Símon B. Hjaltalín.

Fréttir
- Auglýsing -