09:25
{mosimage}
ÍR tók á móti Grindavík í Iceland Express deildinni í Seljaskóla í gærkvöld. ÍR-ingar hafa valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 2 leiki en Grindavík aftur á móti spilað framar vonum með 7 sigra úr 8 leikjum. Leikurinn þróaðist þó þannig að ÍR-ingar höfðu forystu framan af leik og leiddu eftir fyrsta leikhluta. Grindavík kom aðeins til baka í þeim seinni en ÍR leiddi þó aftur í hálfleik með einu stigi, 45-44. ÍR-ingar byrjuðu þriðja leikhluta af krafti og juku forskot sitt í mest 11 stig en Grindavík vann sig til baka og voru aðeins einu stigi undir þegar fjórði leikhlut hófst, 65-64. Grindvíkingar höfðu svo betur í fjórða leikhluta eftir spennandi lokamínútur var 5 stiga sigur staðreynd, 88-93. Stigahæstir hjá Grindavík voru Jonathan Griffin með 22 stig, Páll Axel Vilbergsson með 20 stig og Þorleifur Ólafsson með 16 stig. Hjá ÍR var Sveinbjörn Claessen með 19 stig, Hreggviður Magnússon með 17 og Ray Cunningham og Steinar Arason með 15 stig hvor.
Heimamenn í breiðholtinum byrjuðu leikinn mun betur og sýndu strax að þeir ætluðu að láta gestina hafa fyrir stigunum tveimur. ÍR leiddi fyrstu mínúturnar og voru komnir með 5 stiga forskot þegar 6 mínútur voru liðnar af leiknum. Þeir spiluðu góða vörn og voru Grindvíkingar að taka alltof erfið skot. Þeir vöknuðu þó til lífssins og jöfnuðu í 14-14 strax einni og hálfri mínútu síðar. ÍR náðu þá aftur forskotinu sem var 3 stig eftir leikhlutan, 25-22. ÍR-ingar voru þó nokkuð óheppnir að forskotið var ekki meira því þeir höfðu klikkað úr mörgum opnum skotum.
Grindvíkingar byrjuðu anna leikhluta mun sterkari og tóku forystuna strax eftir eina og hálfa mínútu með þriggja stiga körfu frá Adam Darboe, 27-29. Þeir náðu þó ekki miklu forskoti sem var mest 4 stig, 31-35, þegar 6 mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Jonathan Griffin fór fyrir Grindvíkingum í sóknarleik liðsins en þeir börðust vel fyrir sínum stigum og voru oft að fá annað eða jafnvel þriðja tækifæri að skoti. ÍR náði hins vegar góður endaspretti í leikhlutanum og komust aftur yfir í stöðunni 40-39. Þeir héldu eins stigs forskoti út leikhlutan, 45-44. Varnarleikur Grindvíkinga var ekki uppá marga fiska í fyrri hálfleik og einnig kom lítið frá Páli Axeli Vilbergssyni í sókninni.
{mosimage}
Grindvíkingar virtust ekki vera með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik því ÍR skoraði fyrstu 10 stigin í leikhlutanum þangað til að Grindavík svaraði með þriggja stiga körfu og staðan því orðin 55-47 eftir þrjár mínútur. Þegar leikhlutinn var hálfnaður hafði Grindavík aðeins skorað 6 stig gegn 13 stigum ÍR. Steinar Arason var sterkur fyrir ÍR í þrijða leikhluta og tók af skarið í sóknarleik liðsins. Grindvíkingar virtust hins vegar alltaf vera í vandræðum í sóknarleik sínum sem var oft frekar einhæfur sem auðveldaði leikmönnum ÍR leikinn. Það átti þó vel við að andstæðingurinn spilar ekki betur en þú leyfir honum og góður varnarleikur ÍR hélt vel aftur af sóknarleik Grindavík á köflum. Grindvíkingar náðu að minnka muninn aftur á lokamínútum leikhlutans niður í aðeins 1 stig 65-64.
Fjórði leikhluti var lengst af jafn og skoruðu lið sitt á hvað þó bæði lið hefðu forskotið á einhverjum tímapunkti. Grindavík náði forskotinu þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum sem þeir gáfu ekki aftur, 80-82. Grindvíkingar spiluðu vel úr lokamínútunum þar sem Þorleifur Ólafsson spilaði virkilega vel og tók af skarið þegar til þess þurfti. Þegar ein mínúta var eftir að leiknum hafði Grindavík 5 stiga forskot og spilaði þá Adam Darboe virkilega vel úr tímanum þar sem þeim tókst að spila niður skotklukkuna og setti Þorleifur niður glæsilegt þriggja stiga skot þegar skotklukkan gall. Það var svo ekki fyrr en eftir þessa sókn sem ÍR-ingar virtust átta sig á því hversu miklum tímaþröng þeir voru í og tók þá við leikur að vítum sem endaði ekki betur en svo fyrir ÍR að þeir þurftu að játa sig sigraða, 88-93.
{mosimage}
ÍR-ingar sýndu það í kvöld að þeir eiga fullt erindi í topplið deildarinnar og hreint ótrúlegt hvað það munar oft litlu hjá þeim en það gekk ekki upp hjá þeim í kvöld. Grindvíkingar voru töluvert frá sínu besta í kvöld en þeir sýndu þó styrk sinn í fjórða leikhluta þegar Páll Kristinsson og Þorleifur Ólafsson fóru að sýna sitt rétta andlit í sóknarleiknum og gaf þeim ákveðna breidd sem hafði vantað framan af. Þeir eru því ekki langt á eftir Keflvíkingum í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.
myndir: [email protected]
texti: Gísli Ólafsson
{mosimage}
{mosimage}



