spot_img
HomeFréttirÚrslit Íslendinga erlendis: Góðir sigrar Jóns Arnórs og Jakobs

Úrslit Íslendinga erlendis: Góðir sigrar Jóns Arnórs og Jakobs

14:45

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 12 stig þegar lið hans Univer (4-3) sigraði Albacomp 85-67 á heimavelli um helgina. Jakob var í byrjunarliði Univer og lék í 28 mínútur. Nánar má lesa um leikinn á heimasíðu KR.

Lottomatica Roma heimsótti Armani J. Milano í gær og sigraði 80-74. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur Rómverja með 17 stig en hann var í byrjunarliði og lék í 29 mínútur. Nánar má lesa um leikinn á heimasíðu KR.

Einir Guðlaugsson og félagar í Herlev (6-3) unnu Falcon á heimavelli í dönsku 1. deildinni í gær, 79-69. Einir lék ekki með.

Grétar Örn Guðmundsson og félagar í Brønshøj (3-6) töpuðu á heimavelli fyrir toppliði Broernes BK 56-66 í dönsku 2. deildinni.

Harlev (0-3) sem Gunnur Bjarnadóttir og Guðbjörg Stefánsdóttir leika með töpuðu naumlega á heimavelli fyrir AUS 2 í dönsku 2. deildinni.

Darrel Lewis var stigahæstur Riminimanna (5-3) með 25 stig þegar liðið lagði Agricola Gloria Montecatini í ítölsku A2 deildinni, 87-74. Leikið var á heimavelli Agricola. Lewis var einnig með 7 fráköst.

Bayern Munchen (7-1) sigraði TG Renasas Landshut 76-69 í toppslag í þýsku 1.Regionalligaen í gær. Þar með komst Munchen uppfyrir Landshut á innbyrðis viðureignum. Mirko Virijevic var með 9 stig í leiknum.

AUM skólinn sem Ágúst Angantýsson spilar með tapaði sínum fyrsta leik í vetur þegar liðið lék gegn Dillard skólanum í New Orleans, leikar fóru 74-81.

[email protected]

Mynd: www.univer-sport.hu

 

Fréttir
- Auglýsing -